Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 15:32 Á myndunum eru Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari til vinstri en hann er stofnandi hátíðarinnar og Pan Thorarensen tónlistarmaður og stofnandi Extreme Chill til hægri. Aðsendar Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag. Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira