Ásdís Rán og frítt húðflúr hjá Prettyboitjokkó Útgáfupartý tónlistarmannsins Patrik Atlasonar, eða Prettyboitjokkó, fór fram í húsnæði Brettafélags Hafnarfjarðar á dögunum. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni PBT 2.0 sem kemur út 24. maí næstkomandi. Lífið 22. maí 2024 10:01
„Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi“ „Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi“ segir Erpur Eyvindarson um 25 ára afmælistónleika XXX Rottweilerhunda sem haldnir voru í Laugardalshöll á föstudaginn. Uppselt var á tónleikana sem fóru fram úr öllum væntingum, samkvæmt Erpi. Lífið 19. maí 2024 15:55
Setja upp söngleiki, leikrit og tónleika í Háskólabíó í sumar Sviðslistahúsið Afturámóti var stofnað af þremur vinum sem vantaði rými til þess að setja upp sínar eigin sýningar. Úrvalið var ekki ýkja mikið en þá fengu þeir flugu í hausinn. Lífið 17. maí 2024 19:24
Segir skásta staðinn í bænum í kirkjugarðinum Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, gaf út nýtt lag á væntanlegri plötu, sem ber nafnið Í bríaríi. Hann lýsir laginu sem gleðilegu sumarrokki en það fjallar um sanna atburði sem gerðust á Norðurlandi. Tónlist 17. maí 2024 10:00
Heitustu trendin fyrir sumarið 2024 Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru. Lífið 17. maí 2024 07:02
Iceland Airwaves kynnir 22 ný bönd til leiks Iceland Airwaves hefur kynnt 22 nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hátíðin fer fram 7.- 9. nóvember 2024 í miðbæ Reykjavíkur í 25. sinn. Tónlist 16. maí 2024 11:59
Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Lífið 15. maí 2024 14:00
Matti og tengdó selja 220 milljóna króna einbýlishús Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar. Lífið 15. maí 2024 13:03
Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos. Lífið 14. maí 2024 14:31
„Þægileg blanda af von og trega“ „Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist 14. maí 2024 11:30
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. Innlent 14. maí 2024 09:03
Falleg tónlist GDRN hljómaði ekki nógu vel Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“ Gagnrýni 14. maí 2024 07:00
Þátttaka Ísraela hafi skemmt mikið Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Lífið 13. maí 2024 20:31
Herra Hnetusmjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“ Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika. Lífið 13. maí 2024 13:31
Jón og Hafdís festu kaup á einbýli með bátaskýli Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson og eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi. Lífið 13. maí 2024 13:13
Kom fram sem stórstjarna Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi. Tónlist 13. maí 2024 13:02
Sviss sigurvegari Eurovision 2024 Sviss er sigurvegari Eurovision árið 2024. Nemo flutti lagið The Code og sigraði í Malmö í Svíþjóð fyrir hönd Sviss og bar sigur úr býtum að lokum. Lífið 11. maí 2024 22:49
Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu. Lífið 11. maí 2024 17:30
„Drull sama hvað einhver apaköttur segir“ „Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi. Tónlist 11. maí 2024 07:01
Laufey tók lagið hjá Jimmy Fallon Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó. Tónlist 10. maí 2024 11:57
Bashar Murad endurgerir palestínskt lag föður síns Bashar Murad sendir í dag frá sér smáskífuna, Stone, af væntanlegri plötu sem hann er að vinna með Einari Stef. Lagið er endurgerð af lagi sem hljómsveit föður hans gaf út. Lífið 10. maí 2024 08:45
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Lífið 9. maí 2024 21:14
Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. Lífið 9. maí 2024 16:00
Backstreet-strákur kominn aftur til Íslands AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. Lífið 9. maí 2024 15:32
Hafa komist að samkomulagi vegna andláta á Astroworld Tónlistarmaðurinn Travis Scott og tónleikafyrirtækið Live Nation hafa komist að samkomulagi í máli níu þeirra tíu sem létust eftir troðning á tónleikahátíðinni Astroworld árið 2021. Lífið 9. maí 2024 09:25
Hera Björk fékk sprengjubrot að gjöf Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. Lífið 8. maí 2024 15:18
Hera komst ekki áfram Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. Lífið 7. maí 2024 21:18
Eurovision-vaktin: Vonbrigði á fyrra undankvöldi Eurovision Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldið í tónleikahöllinni í Malmö í svíþjóð í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi mun fylgjast náið með frá upphafi til enda. Lífið 7. maí 2024 18:00
„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Lífið 7. maí 2024 12:55
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. Lífið 7. maí 2024 11:50