Lífið

Calvin Harris orðinn faðir

Agnar Már Másson skrifar
Sonurinn fæddist 20. júlí.
Sonurinn fæddist 20. júlí. Samsett/Getty/Instagram

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah.

Calvin, sem heitir réttu nafni Adam Richard Wiles, greinir frá því á Instagram að Micah hafi komið inn í heiminn þann 20. júlí. Hann birtir myndir af vatnsfæðingu barnsins heima hjá þeim hjónum.

Calvin Harris og frumburðurinn.Instagram

„Eiginkona mín er ofurhetja,“ skrifar nýbakaði faðirinn, sem er í dag 41 árs. Vick Hope, 35 ára útvarpskona á BBC, hefur verið gift plötusnúðnum síðan í september 2023.

Fjöldi vina og fjölskyldumeðlima hafa flykkst í kommentakerfið til að óska parinu til hamingju. Parið birti reyndar einnig mynd af legkökunni og einhverjir í kommentakerfinu gera athugasemdir við það.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.