Lífið

Uppljóstrar um síðustu skila­boðin sem hann fékk frá Ozzy

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ozzy Osbourne og Zakk Wylde árið 1989.
Ozzy Osbourne og Zakk Wylde árið 1989. Getty

Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu.

Ozzy, oft kallaður myrkraprinsinn, féll frá þann 22. júlí síðastliðinn. Skömmu áður, þann 5. júlí, kom hann fram á sínum síðustu tónleikum, og jafnframt síðustu tónleikum þungarokkssveitarinnar goðsagnakenndu Black Sabbath, í heimaborg hans og sveitarinnar í Birmingham.

Wylde kom fram á tónleikunum, en hann spilaði um árabil sem gítarleikari á sólóferli Osbourne. Í viðtali við Guitar World segist hann hafa fengið textaskilaboð frá Ozzy eftir tónleikanna.

„Allir og amma þeirra voru baksviðs í búningsherberginu, og ég vildi bara leyfa honum að vera í friði,“ sagði Wylde, sem bætti við að hann hafð gert ráð fyrir að hann myndi hitta Ozzy síðar um kvöldið, en ekkert varð úr því.

Að sögn Wylde sendi Ozzy honum skilaboð í kjölfarið sem voru á þessa leið:

„Zakky, fyrirgefðu, það var allt brjálað þarna á bak við. Ég sá þig ekki. […] Takk fyrir allt. […] Ég elska þig félagi.“


Tengdar fréttir

Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu

Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.