
Þrjár kynslóðir í Reykjafirði hafa fylgst með ískyggilegum breytingum Drangajökuls í 75 ár
„Við erum sextíu metra frá punktinum sem ég tók í fyrra. Það er sem sagt hopið,“ segir Ragnar Þrastarson . Hann er að mæla jökulsporðinn á Drangajökli í Reykjarfirði með GPS-tæki. „Þetta er það mesta sem við pabbi höfum mælt.“