„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. ágúst 2022 08:32 Camilla Rut segir frá því hvað heillar hana og hvað ekki í viðtali við Makamál. „Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. Fótar sig í nýju lífi eftir skilnað Camilla og fyrrverandi eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson eiga saman tvö börn en leiðir þeirra skildu nú fyrr á árinu eftir þrettán ára samband. Saman greindu þau frá ákvörðuninni um skilnaðinn á Instagramsíðu Camillu og sögðu þau ákvörðunina sameiginlega og tekna í mikilli vináttu. Er margt til lista lagt Camilla Rut er 27 ára gömul og vakti fyrst athygli fyrir líflega og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum en hún hefur starfað sem svokallaður áhrifavaldur um nokkurra ára skeið. Tónlist og söngur hafa einnig verið stór hluti af lífi Camillu og nú síðast hefur hún lagt fyrir sig fatahönnun. Camilla á og rekur fatamerkið Camy Collections. Í dag er ég starfsmaður á plani hjá vörumerkinu mínu Camy Collections, svo leik ég mér stundum á samfélagsmiðlum líka. Það er alveg ómetanlegt að fá að vinna við ástríðuna sína og gera það sem maður elskar. Hugsar nokkra leiki fram í tímann Aðspurð hvernig það sé að fóta sig í lífinu í breyttum aðstæðum sem einstæð móðir segir hún gott skipulag vera númer eitt, tvö og þrjú. „Verandi ein með tvö börn, hund og fyrirtæki þá þarf að vanda sig við að skipuleggja allt vel til að dæmið gangi upp. Það virkar vel fyrir mig að hugsa nokkra leiki fram í tímann, eins og að undirbúa vel morgundaginn kvöldið áður.“ Róleg í stefnumótamálum Camilla þolir ekki hroka en segist heillast að sjálfsöryggi og heiðarleika. Aðsend Þegar kemur að stefnumótum og stefnumótamenningu á Íslandi segir Camilla það líklega mjög misjafnt hvað henti fólki en sjálf sé hún nokkuð gamaldags í þessum efnum. „Ég viðurkenni að mér þykir slæd í DM's ekkert sérstaklega heillandi,“ segir hún og skellir upp úr en fyrir þá sem ekki vita hvað þetta slangur þýðir er það oft notað yfir skilaboð á samfélagsmiðlum og oft í daðurslegum tilgangi. „Annars er ég þokkalega róleg í þessum efnum og trúi því að það sem ég þrái, mig dreymir um og á skilið komi til mín án þess að það sé þvingað fram. Tenging er alltaf tenging.“ Rómantíkin í litlu hlutunum Ertu rómantísk? „Já, ég myndi segja það. Á minn hátt. Ég er kannski ekki öll í rósablöðunum og súkkulaðihjúpuðum jarðaberjunum en ég elska innilegheitin sem fylgja rómantíkinni. Snertinguna, fallegu orðin og að næra tenginguna á einn eða annan hátt.“ Camilla segir rómantíkina oftast liggja í litlu hlutunum. Það að vera lyft upp og að lyfta öðrum upp. Að sjá og kunna að meta aðilann sem þú ert með fyrir það sem hann er en ekki eitthvað annað. Mér finnst svo fallegt þegar það ríkir hlýja og notalegheit milli tveggja aðila. Camilla Rut segist vera gamaldags þegar kemur að stefnumótum. Aðsend Hér fyrir neðan segir Camilla hvað henni þykja heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Sjálfsöryggi - Mér finnst alltaf heillandi þegar fólk ber sig vel og er sjálfsöruggt. Góð lykt - Stenst hana ekki. Mjúkar varir - Halló dingding! Stöðugleiki - Þegar manneskjan er jafnlynd og stöðug í samskiptum. Heiðarleiki. OFF: Hroki - Þó að það sé vissulega mikilvægt að vera öruggur í sjálfum sér þá er munur á þegar hrokagikkurinn er tekinn við, pant ekki! Dónaskapur - Þegar fólk er með dónaskap við náungann og almenn vanvirðing. Óöryggi - og afbrýðisemi. Óþrifnaður og hirðuleysi - Ég þoli alveg margt og allir eru mannlegir en... Í sturtu og tannbursta sig! Takk fyrir takk! Afskiptaleysi - Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð. Oj bara, næsti gjörðu svo vel! Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Bone-orðin 10 Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Fótar sig í nýju lífi eftir skilnað Camilla og fyrrverandi eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson eiga saman tvö börn en leiðir þeirra skildu nú fyrr á árinu eftir þrettán ára samband. Saman greindu þau frá ákvörðuninni um skilnaðinn á Instagramsíðu Camillu og sögðu þau ákvörðunina sameiginlega og tekna í mikilli vináttu. Er margt til lista lagt Camilla Rut er 27 ára gömul og vakti fyrst athygli fyrir líflega og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum en hún hefur starfað sem svokallaður áhrifavaldur um nokkurra ára skeið. Tónlist og söngur hafa einnig verið stór hluti af lífi Camillu og nú síðast hefur hún lagt fyrir sig fatahönnun. Camilla á og rekur fatamerkið Camy Collections. Í dag er ég starfsmaður á plani hjá vörumerkinu mínu Camy Collections, svo leik ég mér stundum á samfélagsmiðlum líka. Það er alveg ómetanlegt að fá að vinna við ástríðuna sína og gera það sem maður elskar. Hugsar nokkra leiki fram í tímann Aðspurð hvernig það sé að fóta sig í lífinu í breyttum aðstæðum sem einstæð móðir segir hún gott skipulag vera númer eitt, tvö og þrjú. „Verandi ein með tvö börn, hund og fyrirtæki þá þarf að vanda sig við að skipuleggja allt vel til að dæmið gangi upp. Það virkar vel fyrir mig að hugsa nokkra leiki fram í tímann, eins og að undirbúa vel morgundaginn kvöldið áður.“ Róleg í stefnumótamálum Camilla þolir ekki hroka en segist heillast að sjálfsöryggi og heiðarleika. Aðsend Þegar kemur að stefnumótum og stefnumótamenningu á Íslandi segir Camilla það líklega mjög misjafnt hvað henti fólki en sjálf sé hún nokkuð gamaldags í þessum efnum. „Ég viðurkenni að mér þykir slæd í DM's ekkert sérstaklega heillandi,“ segir hún og skellir upp úr en fyrir þá sem ekki vita hvað þetta slangur þýðir er það oft notað yfir skilaboð á samfélagsmiðlum og oft í daðurslegum tilgangi. „Annars er ég þokkalega róleg í þessum efnum og trúi því að það sem ég þrái, mig dreymir um og á skilið komi til mín án þess að það sé þvingað fram. Tenging er alltaf tenging.“ Rómantíkin í litlu hlutunum Ertu rómantísk? „Já, ég myndi segja það. Á minn hátt. Ég er kannski ekki öll í rósablöðunum og súkkulaðihjúpuðum jarðaberjunum en ég elska innilegheitin sem fylgja rómantíkinni. Snertinguna, fallegu orðin og að næra tenginguna á einn eða annan hátt.“ Camilla segir rómantíkina oftast liggja í litlu hlutunum. Það að vera lyft upp og að lyfta öðrum upp. Að sjá og kunna að meta aðilann sem þú ert með fyrir það sem hann er en ekki eitthvað annað. Mér finnst svo fallegt þegar það ríkir hlýja og notalegheit milli tveggja aðila. Camilla Rut segist vera gamaldags þegar kemur að stefnumótum. Aðsend Hér fyrir neðan segir Camilla hvað henni þykja heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Sjálfsöryggi - Mér finnst alltaf heillandi þegar fólk ber sig vel og er sjálfsöruggt. Góð lykt - Stenst hana ekki. Mjúkar varir - Halló dingding! Stöðugleiki - Þegar manneskjan er jafnlynd og stöðug í samskiptum. Heiðarleiki. OFF: Hroki - Þó að það sé vissulega mikilvægt að vera öruggur í sjálfum sér þá er munur á þegar hrokagikkurinn er tekinn við, pant ekki! Dónaskapur - Þegar fólk er með dónaskap við náungann og almenn vanvirðing. Óöryggi - og afbrýðisemi. Óþrifnaður og hirðuleysi - Ég þoli alveg margt og allir eru mannlegir en... Í sturtu og tannbursta sig! Takk fyrir takk! Afskiptaleysi - Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð. Oj bara, næsti gjörðu svo vel!
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Bone-orðin 10 Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira