Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Fór loksins að taka pláss: „And­stæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“

„Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið
Fréttamynd

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið
Fréttamynd

„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“

Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Segir sjálfsöryggið smita út frá sér

Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Til skoðunar að breyta nafni Hönnunar­mars

Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. 

Menning
Fréttamynd

Hönnunar­Mars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátt­tak­endur

Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin.

Menning
Fréttamynd

The House of Beauty fagnar fimm ára afmæli  - glæsileg afmælistilboð

The House of Beauty, ein vinsælasta heilsu- og líkamsmeðferðarstofa landsins, fagnar í dag fimm ára afmæli sínu í dag með glæsibrag. Stofan, sem hefur sinnt landsmönnum með hágæða þjónustu í hálfan áratug, fagnar þessum tímamótum með opnu húsi í dag frá kl. 13-16 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og glæsileg tilboð fyrir gesti og gangandi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hvað er í tísku í sumar?

HÉR ER er lífsstíls- og tískuvefsíða sem er orðin partur af okkar daglega net-rúnti. Þar er auðvelt að fá innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem tengist tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. Stílisti HÉR ER tók saman stærstu trendin í sumar, hér er brot af því besta.

samstarf
Fréttamynd

Breyta reynslu, minningum og tilfinningum í föt

Útskriftarsýning Fatahönnunardeildar Listaháskóla Ísland 2023 fer fram í Norðulrjósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 18. Vísir verður í beinni útsendingu frá viðburðinum sem er einn stærsti tískuviðburður ársins.

Lífið
Fréttamynd

Kenndu konum í Sviss að prjóna íslenskar lopapeysur

Ull íslensku sauðkindarinnar og garnið, sem unnið er henni, voru í sviðsljósinu á alþjóðlegri garnhátíð í Zürich í Sviss á dögunum. Um tuttugu konur frá Íslandi sóttu hátíðina og voru flestar úti í um vikutíma.

Innlent