„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 6. maí 2024 22:18
„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. Körfubolti 6. maí 2024 21:58
Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 69-82 | Njarðvík í úrslit Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna. Körfubolti 6. maí 2024 21:05
„Ef maður fær opin skot þá verður maður að taka þau“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli í þriðja leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík, lokatölur 87-78. Körfubolti 5. maí 2024 20:15
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-78 | Heimakonur einum sigri frá úrslitum Keflavík lagði Stjörnuna í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Eftir jafnan leik seig Keflavík fram úr og vann sigur sem þýðir að staðan í einvígi liðanna er 2-1 og Keflavík aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi deildarinnar. Körfubolti 5. maí 2024 19:40
„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. Körfubolti 3. maí 2024 08:00
„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Körfubolti 2. maí 2024 21:43
„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“ Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 2. maí 2024 21:28
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 66-58 | Njarðvíkingar einum sigri frá úrslitum Njarðvík leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna eftir 66-58 sigur Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar tóku fyrsta leikinn í Smáranum og hrifsuðu þar með til sín heimavallarréttinn. Körfubolti 2. maí 2024 18:31
Emil tekur við Haukum af Ingvari Emil Barja hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta. Hann tekur við starfinu af Ingvari Guðjónssyni. Körfubolti 2. maí 2024 14:22
„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. Sport 1. maí 2024 17:45
„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. Sport 1. maí 2024 17:20
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 85-82 | Hvolpasveitin jafnaði einvígið Stjarnan skellti deildarmeisturunum eftir ótrúlegan leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann þar sem Stjarnan var yfir meiri hlutann af leiknum í forystu. Lokasekúndurnar voru ótrúlegar og heimakonur náðu að klára leikinn. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Körfubolti 1. maí 2024 16:40
Fengið nóg af því að vera ruslakista fyrir viðbjóð frá fólki „Þetta er bara komið gott,“ segir körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig fullsaddan af ófyrirleitnum skilaboðum. Aðkasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst umbreytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona áreiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skítkastið upp á yfirborðið. Þá fyrst sé möguleiki á því að þeir sem sendi slík skilaboð sjái að sér. Körfubolti 30. apríl 2024 10:30
„Hver karfa skiptir máli þannig að ég varð smá reiður“ Rúnar Ingi Erlingsson og hans konur í Njarðvík eru komnar í 1-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en eftir sveiflukenndan leik skoruðu Njarðvíkingar tólf stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík á lokasprettinum. Körfubolti 28. apríl 2024 23:01
Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 79-83 | Grænar stálu heimavellinum í Smáranum Grindavík tók á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanliða úrslitum Subway-deildar kvenna í sveiflukenndum leik, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fór það svo að „gestirnir“ úr Njarðvík unnu fjögurra stiga sigur. Körfubolti 28. apríl 2024 21:45
„Kviknaði á okkur og við náðum að slökkva í þeim“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli í fyrsta leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík 93-65. Körfubolti 27. apríl 2024 18:46
„Höfum verið að bíða eftir þessu“ „Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 27. apríl 2024 12:01
Ingvar verður ekki áfram: „Haukar ætla sér alltaf meira en þetta“ Tímabilinu er lokið fyrir Hauka sem eru úr leik eftir tap gegn Stjörnunni 73-75 í oddaleik. Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var afar svekktur eftir leik. Sport 24. apríl 2024 22:36
Uppgjörið og viðtöl: Haukar 73-75 Stjarnan | Stjarnan áfram eftir naglbít Stjarnan tryggði sér farseðilinn í undanúrslit eftir dramatískan sigur gegn Haukum í Ólafssal 73-75. Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum. Körfubolti 24. apríl 2024 22:15
„Verður gaman að bjóða upp á undir átján ára landsliðið gegn A-landsliðinu“ Stjarnan vann Hauka í Ólafssal 73-75 í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var hátt uppi eftir sigur í háspennuleik. Sport 24. apríl 2024 21:37
Sérfræðingarnir ekki sammála og mikil spenna fyrir oddaleikinn Haukar og Stjarnan spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi til að spá fyrir um hvernig fer í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2024 12:00
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. Körfubolti 22. apríl 2024 22:00
„Við algjörlega frusum“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, átti fáar skýringar á því hvers vegna hans konur frusu sóknarlega annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 73-64 gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 21. apríl 2024 17:38
„Maður harkar þetta bara af sér og heldur áfram fyrir liðið“ Ísold Sævarsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sneri sig illa á ökkla í fyrri hálfleik í dag þegar liðið tók á móti Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en lét það þó ekki stoppa sig í að klára leikinn og endurkomusigur. Körfubolti 21. apríl 2024 17:25
Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 73 - 64 | Ótrúleg endurkoma tryggði Stjörnunni oddaleik Það var allt undir í dag þegar Stjarnan tók á móti Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna í dag en Haukar leiddu einvígið 2-1 og gátu því sent Stjörnuna í sumarfrí með sigri. Körfubolti 21. apríl 2024 14:15
„Við treystum á Remy og guð í kvöld“ „Við hittum úr stórum skotum og náðum stoppum varnarlega. Það var kannski munurinn á þessu, sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans menn komust 2-1 yfir í einvígi sínu við Álftanes í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 19. apríl 2024 22:56
Uppgjör og viðtöl: Valur - Njarðvík 67-82 | Íslandsmeistararnir í sumarfrí Njarðvík er komið í undanúrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir þægilegan sigur á Val á Hlíðarenda. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Vals eru komnir í sumarfrí. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Körfubolti 19. apríl 2024 18:50
„Við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði“ Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með lið Fjölnis þegar þau áttust við í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í seríunni og sópuðu þær Fjölni úr leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. Körfubolti 17. apríl 2024 21:54
„Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag“ Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni. Körfubolti 17. apríl 2024 21:31