Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 16:31 Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og þjálfarinn Emil Barja sem færði félaginu Íslandsmeistaratitil á fyrsta ári sem aðalþjálfari kvennaliðsins. vísir/Hulda Margrét „Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari. Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira