„Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:01 Einar Karl Birgisson hefur ýmislegt við vinnubrögð stjórnar KKÍ að athuga. Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ. Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sjá meira
Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sjá meira
Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31
„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01