Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 17:00 Kristrún Ríkey Ólafsdóttir er komin í KR þar sem faðir hennar gerði garðinn frægan á sínum tíma. @krbasket/Antonio Otto Rabasca Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil. KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket)
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira