Nýliðar KR semja við landsliðskonu sem er dóttir fyrrum fyrirliða karlaliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 17:00 Kristrún Ríkey Ólafsdóttir er komin í KR þar sem faðir hennar gerði garðinn frægan á sínum tíma. @krbasket/Antonio Otto Rabasca Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil. KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Sjá meira
KR tryggði sér sæti í Bónus deildinni með því að vinna umspil 1. deildar kvenna. KR hafði verið utan efstu deildar í nokkur ár en ætla nú að stimpla sig inn í deildina á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild KR hefur nú samið við Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur en hún gerir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Kristrún er fædd árið 2004 og leikur í stöðu framherja. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór Akureyri tímabilið 2018-19 þá aðeins fjórtán ára gömul. Kristrún lék svo einnig með Haukum og nú síðast Hamar/Þór í Bónusdeild kvenna á liðnu tímabili. Fyrr á þessu ári var Kristrún valin í tólf manna landsliðshóp A-landsliðs kvenna fyrir útileiki gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna. Þess má til gamans geta að með komu sinni til félagsins fetar Kristrún í fótspor föður síns en hún er dóttir KR-ingsins og fyrrum landsliðsmannsins Ólafs Jóns Ormssonar. Ólafur gerði garðinn frægan með liði KR á árunum 1996-2002, en það ber auðvitað hæst árið 2000 þegar hann leiddi Íslandsmeistaralið KR sem fyrirliði. Ólafur var jafnframt valinn körfuboltamaður ársins það sama ár. „Mér líst mjög vel á að koma loksins í KR. Það eru spennandi tímar og mikil áskorun framundan sem ég hlakka til að takast á við með stelpunum og Danna,“ sagði Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, nýr leikmaður KR, við miðla KR. „Ég er gríðarlega ánægður að Kristrún hafi ákveðið að taka slaginn með okkur. Hún er fjölhæfur leikmaður með reynslu í efstu deild sem mun nýtast vel í ungan og efnilegan hóp KR-inga sem stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu í haust,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR-liðsins. View this post on Instagram A post shared by KR Körfubolti (@krbasket)
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Sjá meira