Körfubolti

„Við ætluðum bara ekki að tapa“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hulda María skoraði 13 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Hulda María skoraði 13 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Vísir/Jón Gautur

Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

„Við fækkuðum „turnovers“ sem og „fast break“ stigum hjá þeim. Það var það sem við lögðum upp með því þær skora mikið af þannig stigum. Við ætluðum bara að stoppa það,“ sagði Hulda María við Hörð Unnsteinsson að leik loknum.

Fyrir leikinn sagði Hulda María að Njarðvík væruð öruggur að þær væru að fara ná sigri. Er þetta merki um sjálfstraust í þessu unga Njarðvíkurliði?

„Við ætluðum okkur að vinna, við ætluðum bara ekki að tapa.“

Viðtalið við Huldu Maríu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fer fram á þriðjudaginn kemur, 13. maí. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Klippa: Hulda María: „Við ætluðum bara ekki að tapa“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×