Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 13:02 Sylvía Rún Hálfdánardóttir snýr aftur í slaginn í efstu deild en í þetta sinn með Ármanni. Ármann Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu. Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía. Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía.
Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira