Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“

    „Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmaður Þórs handtekinn á Hlíðarenda

    Svo virðist sem kappið hafi borið fegurðina ofurliði þegar Þór frá Þorlákshöfn heimsótti Íslandsmeistara Vals í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Einn maður var leiddur út úr höllinni í handjárnum í upphafi síðari hálfleiks.

    Sport
    Fréttamynd

    „Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“

    Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þurfti bara að taka til í hausnum“

    Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór Þor­láks­höfn - Valur 92-83 | Ís­lands- og bikar­meistararnir með bakið upp við vegg

    Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Sanngjarn sigur Þórs var niðurstaðan. Valsmenn gátu varla keypt sér körfu á löngum stundum meðan að heimamenn léku við hvurn sinn fingur sóknarlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“

    „Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bene­dikt bjart­sýnn fyrir leik þrjú þrátt fyrir tap í kvöld

    Bene­dikt Guð­munds­son, þjálfari karla­liðs Njarð­víkur í körfu­bolta var að vonum svekktur með að hafa tapað leik tvo gegn Tinda­stól í úr­slita­keppni Subway deildarinnar en hann er þó stoltur af frammi­stöðu sinna leik­manna sem stigu upp eftir al­gjört af­hroð í leik eitt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður

    Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“

    „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi.

    Körfubolti