Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 19:11 Halli Egils og Pétur Rúðrik, reynsluboltar í pílukastinu hér heima. Vísir Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira
Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira