Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 23:03 Benedikt Guðmundsson er hættur með Njarðvík Vísir / Anton Brink Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. „Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
„Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31