Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 23:03 Benedikt Guðmundsson er hættur með Njarðvík Vísir / Anton Brink Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. „Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
„Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31