Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 23:03 Benedikt Guðmundsson er hættur með Njarðvík Vísir / Anton Brink Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. „Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er með því súrara sem ég man eftir. Það er alltaf auðvitað eins og heimurinn sé að hrynja yfir mann þegar maður tapar seríu og allt sé ómögulegt. Þetta er alveg extra fúlt núna því einhvern veginn höfðum við bara ekki þor til að klára þetta.“ Fannst Benedikt sínir menn vera með þetta þegar þeir voru 11 stigum yfir og fimm mínútur voru eftir? „11 stig í körfubolta eru náttúrlega ekki neitt neitt. Það sem fer með okkur eru þessi endalausu sóknarfráköst í seinni hálfleik. Við náðum að stjórna þessu í fyrri hálfleik en í seinni þá fengu þeir alltaf tvö til þrjú tækifæri og svo settu þeir stórar körfur í lokin. Þetta eru strákar sem eru búnir að gera þetta áður og hafa gert þetta að vana sínum að komast í úrslit.“ Benedikt var spurður út í sóknarfrákastið sem Kristófer náði í þegar Kristinn Pálsson klikkaði á tveimur vítum þegar Njarðvík var þremur stigum undir. „Þetta var bara skelfilegt. Fráköstin hafa verið vandamál undanfarna leiki og við vorum að bursta frákasta baráttuna í fyrri hálfleik. Þetta getur farið með mig sem þjálfara að þeir fái svona mörg tækifæri og ekkert meira sem fer í taugarnar á mér eru sóknarfráköst eftir víti.“ „Það var ekkert sem breyttist hjá þeim. Við ætluðum bara að fara að verja forskotið, sem er ósjálfrátt hjá leikmönnum. Tempóið breyttist hjá okkur og það bara fór allt í frost“, sagði Benedikt þegar hann var spurður að því hvað hafi breyst í lokin. Benedikt staðfesti það að hann væri að klára þriggja ára samning sinn og hann mun ekki halda áfram sem þjálfari. „Er það ekki verst geymda leyndarmálið. Ég er að klára þriggja ára samning, við töluðum saman í janúar en náðum ekki saman. Ég held ekki áfram og Njarðvíkingar eru að fá topp mann í starfið.“ Hann var spurður að því hvernig honum liði með að vera að hætta hjá Njarðvík. „Ég er bara mjög þakklátur fyrir þessi þrjú ár hjá þessu frábæra félagi. Ég er þakklátur að hafa unnið með frábæru fólki. Ég kem inn á erfiðum tíma þar sem það var þungt yfir félaginu en núna í þessi þrjú ár erum við búin að fara í undanúrslit sem er mjög gott eins og deildin er orðin í dag. Við erum að tala um deild þar sem Íslandsmeistarakandídatar eru heppnir að komast í úrslit, lið sem ætluðu sér í topp baráttu komast ekki í úrslitakeppnina. Þetta er orðin deild þar sem stórveldið í Vesturbænum á ekki einu sinni öruggt sæti í deildinni. Þetta er bara orðin fáránlega sterk deild sem er bara erfitt að eiga við. Að vera búnir festas okkur í sessi sem topp fjórir klúbbur er frábært og ég veit að sá sem tekur við á eftir að taka þetta skrefinu lengra.“ En er Benedikt að fara að taka við Tindastól? „Andri, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður. Þetta er þokkalega þreytt spurning. Ég veit ekki hvernig svona sögur verða til en ég er bara búinn að vera all in með Njarðvík og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera. Þannig að ég hef ekki rætt við Tindastól en bara stuðningsmenn þeirra sem hafa verið að senda mér skilaboð.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Uppgjör: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31