Utan vallar: Mótlæti smakkast vel í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:01 Igor Maric fagnar sigri með syni sínum eftir leikinn í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta. Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Á stærstu stundum tímabilsins til þessa hefur karakter, samheldni og sigurvilji Keflvíkinga komið liðinu í gegnum mótlæti sem hefur svo sannarlega ekki verið að skornum skammti á þessari leiktíð. Pétri Ingvarssyni hefur á sínu fyrsta tímabili tekist að gjörbreyta hugarfari og ásýnd þessa Keflavíkurliðs. Um leið hefur það tekið upp hugarfar hans um að halda alltaf áfram sama hvað dynur á. Það gerði hann sem leikmaður og hélt því síðan áfram sem þjálfari. Fyrsti titill í tólf ár Keflvíkingar urðu bikarmeistarar í mars og unnu þar sinn fyrsta stóra titil í tólf ár. Það stefndi þó ekki í það þegar liðið var fjórtán stigum undir á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í bikarúrslitaleiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Keflavíkurliðið kom til baka og gott betur. Liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 45-18 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Eftir vandræðalega stórt tap í öðrum leiknum á móti Álftanesi í átta liða úrslitunum þá svaraði Keflavíkurliðið með tveimur sigurleikjum í röð þar af 29 stiga sigri í endurkomu sinni í Forsetahöllina. Ballið búið, ekki satt? Í þessum leikjum fór Remy Martin á kostum eins og oft áður í vetur þegar allt er undir. Vandamálið var hins vegar að Martin sleit hásin í fyrsta leik undanúrslitanna á móti Grindavík. Ballið búið, ekki satt? Keflvíkingar töpuðu bæði leiknum og sínum besta leikmanni. Það að leggja árar í bát er hugtak sem er ekki til í orðaforða þessa Keflavíkurliðs. Það voru flestir búnir að afskrifa þá án Martin en þeir jöfnuðu einvígið í leik tvö. Dramatískur sigur en um leið táknrænn. Þeir létu okkur vita að þeir voru ekki hættir. Eftir stóran skell í þriðja leiknum í Smáranum töldu samt álíka margir að það yrði hálfgert formsatriði fyrir Grindvíkinga að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið. 15-1 byrjun 15-1 byrjun í gærkvöldi gaf aftur á móti skýr skilaboð og Keflavíkurliðið hljóp yfir Grindvíkinga langt fram í seinni hálfleik. Þá lenti liðið í enn einu mótlætinu þegar fyrirliðanum Halldóri Garðari Hermannssyni var vísað úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu ofan á óíþróttamannslega villu sína fyrr í leiknum. Liðið var þunnskipað án Martin og í enn verri stöðu nú þegar þessi baráttuhundur var líka kominn inn í klefa. Grindvíkingar svöruðu með svakalegum spretti og það leit út fyrir að Keflavíkurliðið væri að brotna. Þeir sönnuðu í staðinn fyrir okkur að þetta er lið sem vex við mótlæti og brotnar ekki svo auðveldlega. Liðið lifði af áhlaup Grindvíkinga og tókst að landa lífsnauðsynlegum sigri. Það er ekki hægt að halda öðru fram en að mótlæti smakkist vel í Keflavík. Keflavík í Keflavík en hvað með Smárann? Nú er bara að sjá hvernig liðið mætir til leiks í Smáranum annað kvöld. Það gerir enginn þau mistök lengur að afskrifa karakter og keppnisskap þessa Keflavíkurliðs. Við þekkjum Keflavík í Keflavík. Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í þessari úrslitakeppni. Stóra spurningin er hvort þeim tekst að vinna Grindvíkinga á útivelli en þeir voru langt frá því í síðasta leik liðanna í Smáranum. Hvernig sem fer annað kvöld þá verður þessa tímabils minnst fyrir karakter og skapgerð þessa Keflavíkurliðs sem endaði tólf ára bið eftir titli og fór með Íslandsmeistaraefnin úr Grindavík alla leið í oddaleik þar sem allt getur gerst.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Utan vallar Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn