Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik

    Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistararnir verja titla sína

    Í dag var haldinn árlegur blaðamannafundur fyrir upphaf leiks í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta og þar spá þjálfarar og fyrirliðar allra liða í deildunum í spilin fyrir komandi leiktíð venju samkvæmt. Njarðvík og Haukar munu verja titla sína ef marka má spár í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Páll Axel safnaði mestu fé

    Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu fé allra í gær þegar fram fóru úrslitaleikirnir í meistarakeppni KKÍ, en Iceland Express og Lýsing borguðu ákveðnar peningaupphæðir fyrir hverja troðslu og 3ja stiga körfu sem skoruð var í leiknum og rann upphæðin til heyrnadaufra barna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ætlum að vinna allt í vetur

    Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, segðist sáttur við sigurinn á Skallagrími í gærkvöldi þó leikmenn eigi enn eftir að slípa sig betur saman. Hann segir stefnu Keflvíkinga hiklaust setta á að vinna alla titla sem í boði eru í vetur og þar sé Evrópukeppnin engin undantekning.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík og Keflavík leika til úrslita

    Það verða grannarnir Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem spila til úrslita í Powerade bikarnum í karlaflokki eftir að Njarðvíkingar skelltu KR 102-95 í skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. KR-ingar höfðu frumkvæðið meira og minna fram í fjórða leikhluta, en Íslandsmeistararnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar leiða í hálfleik

    Njarðvíkingar hafa nauma forystu gegn KR 47-45 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll. Jeb Ivey er stigahæstur í liði Njarðvíkur með 12 stig og Friðrik Stefánsson hefur skorað 10 stig, en hjá KR er Jeremiah Sola að fara á kostum og er kominn með 19 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar í úrslit

    Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Powerade bikarnum í körfubolta með því að leggja Skallagrímsmenn 88-81í Laugardalshöll. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrsta leikhluta en eftir að hafa verið undir fram í byrjun lokaleikhlutans, spýttu suðurnesjamenn í lófana og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur enn í forystu

    Borgnesingar hafa sex stiga forystu 66-60 eftir þrjá leikhluta í viðureign sinni við Keflvíkinga í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta en leikið er í Laugardalshöll. Klukkan 21 hefst síðari undanúrslitaleikurinn á sama stað og þar eigast við Njarðvík og KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur yfir í hálfleik

    Skallagrímur hefur náð undirtökunum í undanúrslitaleik sínum við Keflavík í Powerade bikarnum í karlaflokki í kvöld. Borgnesingar hafa yfir 45-40 þegar flautað hefur verið til leikhlés í Laugardalshöllinni, en góður lokasprettur liðsins í öðrum leikhluta tryggði liðinu 5 stiga forystu í hálfleik. Síðar í kvöld mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

    Keflvíkingar hafa yfir 28-27 gegn Skallagrímsmönnum eftir fyrsta leikhlutann í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta, en leikið er í Laugardalshöll. Leikurinn fer afar fjörlega af stað eins og stigaskorið ber með sér.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikur Keflavíkur og Skallagríms að hefjast

    Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta hefst nú klukkan 19 í laugardalshöll en hér er um að ræða viðureign Skallagríms og Keflavíkur. Síðar í kvöld mætast svo Njarðvík og KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Beljanski til Njarðvíkur

    Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en félagið hefur gert eins ár samning við miðherjann Igor Beljanski sem lék með Snæfelli á síðustu leiktíð. Lið Njarðvíkur er því komið með þrjá sterka miðherja og veitir ekki af, enda er liðið að taka þátt í Evrópukeppninni í ár. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Undanúrslitin hefjast annað kvöld

    Í dag var haldinn blaðamannafundur vegna undanúrslitaleikjanna í karla- og kvennaflokki í fyrirtækjabikar KKÍ sem nefnist Powerade bikarinn að þessu sinni. Keppni þessi hefur verið árviss viðburður í tíu ár og ráðast úrslitin um næstu helgi í Laugardalshöllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR burstaði Grindavík

    Það verða Njarðvíkingar, Keflvíkingar, Skallagrímsmenn og KR-ingar sem spila í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta eftir að þrjú síðastnefndu liðin tryggðu sér nokkuð örugga sigra í viðureignum sínum í átta liða úrslitunum í gær, sunnudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar í undanúrslit

    Brenton Birmingham skorÍslandsmeistarar Njarðvíkur urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið vann öruggan 20 stiga sigur á Hamri/Selfoss á heimavelli sínum 99-79.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar í átta liða úrslitin

    Haukar úr Hafnarfirði urðu í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið lagði ÍR 76-65 í Seljaskóla. Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR og Rodney Blackstock setti 16, en Roni Leimu skoraði 22 stig fyrir Hauka og Kevin Smith setti 19 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR mætir Haukum í kvöld

    Í kvöld klukkan 19:15 kemur í ljós hvort það verða ÍR-ingar eða Haukar sem verða síðasta liðið til að tryggja sér sæti 8-liða úrslitunum í Powerade bikarnum í körfubolta, en keppnin hófst í gær með þremur leikjum. Keppt var með breyttu sniði í ár og aðeins tólf lið tóku þátt. Átta liða úrslitin í keppninni hefjast svo með látum á morgun þegar Njarðvíkingar taka á móti Hamri/Selfoss í Njarðvík klukkan 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Níels Dungal í Fjölni

    Bakvörðurinn Níels Páll Dungal hefur ákveðið að ganga í raðir Fjölnis í Iceland Express deild karla í körfubolta. Níels er 23 ára gamall og var lykilmaður hjá KR-ingum á síðustu leiktíð. Hann spilaði 26 mínútur að meðaltali í leik og skoraði um 9 stig að meðaltali. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölnis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell ræður bandarískan þjálfara

    Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

    Sport
    Fréttamynd

    Benedikt tekur við KR

    Körfuknattleiksdeild KR gekk í dag frá þriggja ára samningi við Benedikt Guðmundsson sem mun taka við þjálfun karlaliðs félagsins af Herberti Guðmundssyni. Benedikt var áður hjá Fjölni í Grafarvogi, en hann er öllum hnútum kunnugur í vesturbænum.

    Sport
    Fréttamynd

    Ivey verður áfram hjá Íslandsmeisturnum

    Leikstjórnandinn knái Jeb Ivey mun spila áfram með Njarðvíkingum næsta vetur en hann hefur gengið frá eins árs framlengingu á samningi sínum. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Ivey hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður Iceland Express deildarinnar og eru þetta því góð tíðindi fyrir Íslandsmeistarana.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigurður áfram í Keflavík

    Keflvíkingar hafa framlengt samning við þjálfara sinn Sigurð Ingimundarson og mun hann því stýra liðinu áfram næsta vetur. Lið Keflavíkur olli nokkrum vonbrigðum í vor þegar það féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, en þar á bæ þykir það ekki góður árangur. Keflvíkingar hafa þó ákveðið að blása til sóknar undir stjórn Sigurðar næsta vetur og ætla sér eflaust að endurheimta titilinn af grönnum sínum í Njarðvík.

    Sport
    Fréttamynd

    Bárður tekur við ÍR

    Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar Íslandsmeistarar

    Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi í fjórðu viðureign liðanna 81-60. Njarðvíkingar eru vel að titlinum komnir eftir að frábær varnarleikur var lykillinn að fyrsta sigri félagsins á Íslandsmótinu síðan árið 2002. Brenton Birmingham hjá Njarðvík var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins.

    Sport
    Fréttamynd

    Öruggur sigur Njarðvíkinga

    Njarðvíkingar burstuðu Skallagrím 107-76 í dag og hafa því náð 2-1 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Brenton Birmingham var stigahæsti leikmaður vallarins og skoraði 32 stig fyrir Njarðvíkinga, þar af 8 þriggja stiga körfur, og Jeb Ivey kom næstur með 24 stig. Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski stigahæstur með 17 stig og George Byrd skoraði 16 stig. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudagskvöldið, en sá leikur verður einnig sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Miklir yfirburðir Njarðvíkinga

    Njarðvíkingar eru að valta yfir Borgnesinga í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, en staðan í Njarðvík eftir þrjá leikhluta er 87-64. Það má því væntanlega fara að slá því föstu að Njarðvíkingar fari með sigur af hólmi í dag og geti því tryggt sér titilinn í Borgarnesi á mánudagskvöldið.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvík með örugga forystu

    Njarðvíkingar eru heldur betur í stuði á heimavelli sínum gegn Skallagrími í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Njarðvík hefur yfir 60-37 í hálfleik og fram að þessu er eins og aðeins eitt lið sé á vellinum. Þeir Brenton Birmingham (23 stig) og Jeb Ivey hafa til að mynda skorað samtals 10 þriggja stiga körfur í hálfleiknum og fátt í stöðunni sem bendir til annars en að Njarðvíkingar séu að ná yfirhöndinni í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Skallagrímur jafnaði metin

    Skallagrímur jafnaði í kvöld metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liði skellti Njarðvík á heimavelli sínum í Borgarnesi 87-77. Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og eru vel að sigrinum komnir. Næsti leikur fer fram í Njarðvík.

    Sport
    Fréttamynd

    Skallagrímur yfir í hálfleik

    Skallagrímur hefur yfir 42-38 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram í Borgarnesi. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og hittu mjög vel úr langskotum sínum. Gestirnir hafa síðan vaknað til lífsins og náð að minnka mun heimamanna niður í aðeins 4 stig. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Viðsnúningur í Njarðvík

    Njarðvíkingar hafa snúið dæminu við í fyrsta leiknum við Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar, því þeir hafa nú 11 stiga forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks 43-32. Skallagrímur skoraði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta. Jeb Ivey er stigahæstur heimamanna með 11 stig, en Axel Kárason og George Byrd hafa skorað 8 stig hvor fyrir gestina úr Borgarnesi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

    Sport