Sverrir Þór: Við eigum líka inni 17. mars 2009 14:42 Sverrir Þór lék með Njarðvík á síðustu leiktíð Mynd/Daníel Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Keflavík vann nokkuð öruggan 96-88 sigur í fyrsta leiknum í Keflavík en í kvöld eigast liðin við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn eru á leið í sumarfrí ef þeir vinna ekki leikinn. "Við erum að fara í þetta með það markmið að vinna leikinn og við erum ekkert að hugsa um að fá annað tækifæri til að klára þetta. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leikinn og eru allir staðráðnir í að klára verkefnið í kvöld," sagði Sverrir Þór, sem lék sjálfur með Njarðvík á síðustu leiktíð. Það var mál manna að lið Njarðvíkur ætti inni eftir fyrsta leikinn en Sverrir segir það sama uppi á teningnum hjá Keflavíkurliðinu. "Njarðvíkingarnir mega ekki tapa fleiri leikjum og koma því dýrvitlausir til leiks, en við verðum líka að koma brjálaðir í þetta. Baráttan var góð hjá okkur í síðasta leik en við eigum líka inni, því hittnin hjá okkur á vítalínunni og í þriggja stiga skotunum var ekkert sérlega góð. Ég vona að við mætum með það allt í leikinn í kvöld," sagði Sverrir. Keflvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann í síðasta leik, en það var Jesse Pellot-Rosa sem lék með liðinu fyrir bankahrunið í haust. Hann var atkvæðamikill í fyrsta leiknum og skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst. "Það gekk bara mjög vel að koma Jesse inn í hlutina. Hann var fljótur að rifja þetta upp þegar hann sá þetta á töflunni hjá Sigurði (Ingimundarsyni þjálfara), enda var hann hjá okkur í haust. Við erum með vel mannað lið og það er gott að fá hann ofan á það," sagði Sverrir. Eins og flestir vita spilar stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson nú með Njarðvíkingum eftir að hafa orðið margfaldur meistari með Keflavík undanfarin ár. Við spurðum Sverri hvort hann teldi að Magnús yrði fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld. "Maggi er auðvitað klassaleikmaður og verður eflaust ákveðinn í að eiga sinn besta leik. Við verðum að vera á tánum og spila góða vörn á þá, alveg sama hvort það er Logi (Gunnarsson) eða Maggi eða einhver af ungu strákunum," sagði Sverrir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, auk þess sem Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Keflavík vann nokkuð öruggan 96-88 sigur í fyrsta leiknum í Keflavík en í kvöld eigast liðin við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem heimamenn eru á leið í sumarfrí ef þeir vinna ekki leikinn. "Við erum að fara í þetta með það markmið að vinna leikinn og við erum ekkert að hugsa um að fá annað tækifæri til að klára þetta. Það var mjög sterkt að vinna fyrsta leikinn og eru allir staðráðnir í að klára verkefnið í kvöld," sagði Sverrir Þór, sem lék sjálfur með Njarðvík á síðustu leiktíð. Það var mál manna að lið Njarðvíkur ætti inni eftir fyrsta leikinn en Sverrir segir það sama uppi á teningnum hjá Keflavíkurliðinu. "Njarðvíkingarnir mega ekki tapa fleiri leikjum og koma því dýrvitlausir til leiks, en við verðum líka að koma brjálaðir í þetta. Baráttan var góð hjá okkur í síðasta leik en við eigum líka inni, því hittnin hjá okkur á vítalínunni og í þriggja stiga skotunum var ekkert sérlega góð. Ég vona að við mætum með það allt í leikinn í kvöld," sagði Sverrir. Keflvíkingar mættu til leiks með nýjan bandarískan leikmann í síðasta leik, en það var Jesse Pellot-Rosa sem lék með liðinu fyrir bankahrunið í haust. Hann var atkvæðamikill í fyrsta leiknum og skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst. "Það gekk bara mjög vel að koma Jesse inn í hlutina. Hann var fljótur að rifja þetta upp þegar hann sá þetta á töflunni hjá Sigurði (Ingimundarsyni þjálfara), enda var hann hjá okkur í haust. Við erum með vel mannað lið og það er gott að fá hann ofan á það," sagði Sverrir. Eins og flestir vita spilar stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson nú með Njarðvíkingum eftir að hafa orðið margfaldur meistari með Keflavík undanfarin ár. Við spurðum Sverri hvort hann teldi að Magnús yrði fyrrum félögum sínum erfiður í kvöld. "Maggi er auðvitað klassaleikmaður og verður eflaust ákveðinn í að eiga sinn besta leik. Við verðum að vera á tánum og spila góða vörn á þá, alveg sama hvort það er Logi (Gunnarsson) eða Maggi eða einhver af ungu strákunum," sagði Sverrir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, auk þess sem Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira