Keflavík lagði Njarðvík 15. mars 2009 18:54 Mynd/Vilhelm Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður og hafði liðið frumkvæðið lengst af. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá tölfræðina.Leik lokið. Keflavík 96 - Njarðvík 88.20:52. Keflavík hefur yfir 91-85 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.20:44 - Njarðvíkingar eru ekki hættir og minnka muninn í 84-79 þegar 3:45 eru eftir af leiknum. Keflavík virtist með unninn leik í höndunum en þeir grænu eru ekki búnir að segja sitt síðasta.20:39. Keflvíkingar eru með leikinn í hendi sér og hafa yfir 80-67 þegar 6:34 eru eftir af fjórða leikhlutanum.Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 69 - Njarðvík 58.Keflvíkingar eru skrefinu á undan sem fyrr og virðast ekki líklegir til að tapa þessum leik. Gunnar Einarsson kom liðinu 11 stigum yfir um leið og lokaflautið í þriðja leikhlutanum gall.20:22 - Keflavík hefur yfir 59-49. Heimamenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn og eftir þriggja stiga körfu frá Sverri Sverrissyni ákvað Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé. 5:36 eftir af þriðja leikhluta.20:11 - Þess má til gamans geta að KR hefur yfir 68-35 gegn Breiðablik í hálfleik í hinum leiknum í Iceland Express deildinni. Jón Arnór Stefánsson er ekki í liði KR í kvöld en þess í stað hafa Jason Dourisseau (23 stig) og Nemanja Sovic (21 stig) ákveðið að fara í skotkeppni í fyrri hálfleiknum.20:07 - Þegar tölfræðin í fyrri hálfleik er skoðuð kemur í ljós að Njarðvíkingar eru með talsvert betri skotnýtingu en Keflvíkingar, en heimamenn hafa unnið það upp með því að vinna baráttuna um fráköstin 26-19.Þar munar mikið um að Keflavík hefur hirt 16 sóknarfráköst gegn aðeins 2 hjá Njarðvík. Jón N. Hafsteinsson hjá Keflavík er með 6 sóknarfráköst í leiknum.19:58. Hálfleikur. Keflavík 43 - Njarðvík 40.Þá er kominn hálfleikur hér í Keflavík og heimamenn hafa þriggja stiga forystu. Keflavíkurliðið náði tíu stiga forskoti um miðjan annan leikhluta en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og voru rétt búnir að jafna í lok hálfleiksins.Jesse Rosa er atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig og 7 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson er með 10 stig. Hjá Njarðvík er Heath Sitton með 14 stig og Logi Gunnarsson 10.19:53 - Keflavík hefur yfir 36-26 og lítið gengur hjá þeim grænklæddu.19:46 - Keflvíkingar hafa enn yfir 31-25 þegar 6:30 er eftir af fyrri hálfleik.19:38. - Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar hafa yfir 24-19 eftir frábæran fyrsta leikhluta. Hraðinn er mikill og áhorfendur að fá nóg fyrir peninginn.19:30. Leikhlé. Keflavík hefur yfir 20-19 og útlit fyrir að leikurinn verði jafn og spennandi. Jesse Rosa er kominn með 9 stig hjá Keflavík en Logi Gunnarsson 8 hjá Njarðvík.19:25 - Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan jöfn 15-15. Leikurinn er mjög fjörugur og byrjar talsvert betur en viðureign liðanna í deildinni á dögunum.19:08 - Þá eru aðeins nokkrar mínútur í leik og eftirvæntingin mikil. Enn er pláss fyrir nokkra áhorfendur í viðbót í íþróttahúsinu og því er um að gera fyrir Keflvíkinga sem lesa þetta að drífa sig á völlinn.18:57 - Gott kvöld. Vísir er klár í Keflavík þar sem pallarnir eru að fyllast og stemmingin góð hér í Sláturhúsinu eins og alltaf þegar vorar. Keflvíkingar eru að hita upp en þeir grænklæddu að teygja á hliðarlínunni.Keflvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikmanni í kvöld, Jesse Rosa, en sá spilaði með liðinu í haust áður en kreppan skall á íslensku þjóðinni.Keflvíkingar eru nú búnir að gleyma kreppunni eins og grannar þeirra í Njarðvík og mæta til leiks með erlendan leikmann. Dominos-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður og hafði liðið frumkvæðið lengst af. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá tölfræðina.Leik lokið. Keflavík 96 - Njarðvík 88.20:52. Keflavík hefur yfir 91-85 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.20:44 - Njarðvíkingar eru ekki hættir og minnka muninn í 84-79 þegar 3:45 eru eftir af leiknum. Keflavík virtist með unninn leik í höndunum en þeir grænu eru ekki búnir að segja sitt síðasta.20:39. Keflvíkingar eru með leikinn í hendi sér og hafa yfir 80-67 þegar 6:34 eru eftir af fjórða leikhlutanum.Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 69 - Njarðvík 58.Keflvíkingar eru skrefinu á undan sem fyrr og virðast ekki líklegir til að tapa þessum leik. Gunnar Einarsson kom liðinu 11 stigum yfir um leið og lokaflautið í þriðja leikhlutanum gall.20:22 - Keflavík hefur yfir 59-49. Heimamenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn og eftir þriggja stiga körfu frá Sverri Sverrissyni ákvað Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé. 5:36 eftir af þriðja leikhluta.20:11 - Þess má til gamans geta að KR hefur yfir 68-35 gegn Breiðablik í hálfleik í hinum leiknum í Iceland Express deildinni. Jón Arnór Stefánsson er ekki í liði KR í kvöld en þess í stað hafa Jason Dourisseau (23 stig) og Nemanja Sovic (21 stig) ákveðið að fara í skotkeppni í fyrri hálfleiknum.20:07 - Þegar tölfræðin í fyrri hálfleik er skoðuð kemur í ljós að Njarðvíkingar eru með talsvert betri skotnýtingu en Keflvíkingar, en heimamenn hafa unnið það upp með því að vinna baráttuna um fráköstin 26-19.Þar munar mikið um að Keflavík hefur hirt 16 sóknarfráköst gegn aðeins 2 hjá Njarðvík. Jón N. Hafsteinsson hjá Keflavík er með 6 sóknarfráköst í leiknum.19:58. Hálfleikur. Keflavík 43 - Njarðvík 40.Þá er kominn hálfleikur hér í Keflavík og heimamenn hafa þriggja stiga forystu. Keflavíkurliðið náði tíu stiga forskoti um miðjan annan leikhluta en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og voru rétt búnir að jafna í lok hálfleiksins.Jesse Rosa er atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig og 7 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson er með 10 stig. Hjá Njarðvík er Heath Sitton með 14 stig og Logi Gunnarsson 10.19:53 - Keflavík hefur yfir 36-26 og lítið gengur hjá þeim grænklæddu.19:46 - Keflvíkingar hafa enn yfir 31-25 þegar 6:30 er eftir af fyrri hálfleik.19:38. - Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar hafa yfir 24-19 eftir frábæran fyrsta leikhluta. Hraðinn er mikill og áhorfendur að fá nóg fyrir peninginn.19:30. Leikhlé. Keflavík hefur yfir 20-19 og útlit fyrir að leikurinn verði jafn og spennandi. Jesse Rosa er kominn með 9 stig hjá Keflavík en Logi Gunnarsson 8 hjá Njarðvík.19:25 - Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan jöfn 15-15. Leikurinn er mjög fjörugur og byrjar talsvert betur en viðureign liðanna í deildinni á dögunum.19:08 - Þá eru aðeins nokkrar mínútur í leik og eftirvæntingin mikil. Enn er pláss fyrir nokkra áhorfendur í viðbót í íþróttahúsinu og því er um að gera fyrir Keflvíkinga sem lesa þetta að drífa sig á völlinn.18:57 - Gott kvöld. Vísir er klár í Keflavík þar sem pallarnir eru að fyllast og stemmingin góð hér í Sláturhúsinu eins og alltaf þegar vorar. Keflvíkingar eru að hita upp en þeir grænklæddu að teygja á hliðarlínunni.Keflvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikmanni í kvöld, Jesse Rosa, en sá spilaði með liðinu í haust áður en kreppan skall á íslensku þjóðinni.Keflvíkingar eru nú búnir að gleyma kreppunni eins og grannar þeirra í Njarðvík og mæta til leiks með erlendan leikmann.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik