Stjarnan jafnaði metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2009 19:05 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, lék áður með Snæfelli. Mynd/Vilhelm Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leik lokið: Stjarnan - Snæfell 99-79 Öruggur sigur Stjörnunnar í höfn eftir yfirburði í fjórða leikhluta. Stjörnumenn hafa verið þekktir í vetur fyrir að spila vel í lokaleikhlutanum og það var tilfellið í kvöld. Snæfellingar reyndu að komast inn í leikinn með því að skipta yfir í svæðisvörn sem virtist ætla að bera árangur. Þeir voru hins vegar sjálfum sér verstir og nýttu tækifærin sem þeir sköpuðu sér illa. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru mikinn í leiknum. Shouse með 28 stig og Zdravevski 24. Ólafur Sigurðsson skoraði sautján stig, Fannar Freyr Helgason ellefu og Guðjón Lárusson tíu. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með átján stig. Hlynur Bæringsson skoraði sautján og Lucious Wagner sextán. 37. mínúta: Stjarnan - Snæfell 82-66 Jovan Zdravevski með sinn annan þrist í röð. Alls fjórir þristar í leiknum og 23 stig. 36. mínúta: Stjarnan - Snæfell 79-62 Snæfellingar með sjö stig í röð og nú síðast Jovan með þrist. Tíminn er að renna út fyrir Snæfellinga. Slobodan Subasic fór út af með fimm villur í upphafi leikhlutans en heimamenn hafa einnig misst mann af velli af sömu sökum - Guðjón Lárusson. 34. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-62 Snæfell hefur skipt yfir í svæðisvörn sem heimamönnum gengur illa að leysa. Snæfellingar hafa þó nýtt tækifærin sem þeir hafa fengið í kjölfarið afar illa en þó skorað fimm stig í röð. 32. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-57 Snæfellingar taka leikhlé enda hræðileg byrjun hjá þeim í fjórða leikhluta. Þeir gera enn klaufaleg mistök í sínum sóknarleik og það færa heimamenn sér í nyt. Stjörnumenn hafa einnig verið grimmari í fráköstunum síðustu mínúturnar. Ekki hjálpar heldur til að gestirnir hafa nýtt vítaskotin sín illa, aðeins fimm af ellfu í leiknum. 3. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 66-55 Snæfell komst í þrettán stiga forystu, 66-53, en Magni Hafsteinsson átti síðustu körfu leikhlutans fyrir Snæfell. Justin Shouse heldur uppteknum hætti hjá heimamönnum og hefur alls skorað 23 stig. Jovan Zdravevski er með fimmtán stig og Ólafur Sigurðsson ellefu. Hjá Snæfelli er Lucious Wagner kominn með fjórtán stig. 28. mínúta: Stjarnan - Snæfell 60-53 Snæfellingum hefur illa gengið í sóknarleik sínum og Stjörnumenn komust í tíu stiga forystu í stöðunni 60-50. En gestirnir svara með þristi um hæl. Magni Hafsteinsson þar á ferð. 25. mínúta: Stjarnan - Snæfell 55-48 Stjörnumenn halda forystunni í upphafi síðari hálfleiks en liðið skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum. Hálfleikur: Stjarnan - Snæfell 45-42 Stjörnumenn klára fyrri hálfleikum á jákvæðum nótum og ganga til búningsklefa með þriggja stiga forystu í hálfleik. Justin Shouse hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og skorað átján stig. Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson eru með níu stig hvor hjá Snæfelli en Hlynur með ellefu fráköst. Lucious Wagner er með átta stig. Snæfellingar eru þó í villuvandræðum. Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic eru báðir komnir með þrjár villur en Shouse er sá eini í Stjörnunni sem hefur fengið tvær villur. 19. mínúta: Stjarnan - Snæfell 42-42 Snæfellingar hafa verið klaufar á síðustu mínútum og tapað nokkrum boltum. Shouse kom Stjörnunni í 42-39 með þristi en Jón Ólafur svaraði um hæl. 16. mínúta: Stjarnan - Snæfell 35-37 Snæfellingar hafa verið að reyna að byggja upp forskot en það hefur lítið gengið. Stjörnumenn berjast um hvern bolta og þar eru fáir duglegri en Fannar Freyr Helgason. 13. mínúta: Stjarnan - Snæfell 30-29 Snæfellingar komust í 27-20 en heimamenn svöruðu með sjö stigum í röð. Gestirnir gerðu klaufaleg mistök í sóknarleik sínum sem Stjörnumenn færðu sér í nyt. 1. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 20-24 Snæfellingar hafa tekið völdin í leiknum. Þeir náðu meira að segja að stela boltanum á lokasekúndum leikhlutans þar sem Hlynur Bæringsson skoraði úr vonlausri stöðu. 8. mínúta: Stjarnan - Snæfell 18-19 Snæfellingar komust yfir, 17-16, með tveimur vítaköstum Sigurðar Þorvaldssonar sem hann fékk eftir frákastabaráttu við Guðjón Lárusson. Guðjón var þá nýkominn inn á en fór af velli alblóðugur í andlitinu eftir viðskiptin við Sigurð. 6. mínúta: Stjarnan - Snæfell 15-12 Snæfellingar skoruðu sex stig í röð strax eftir leikhléið. Þeir eru farnir að herða tökin í varnarleiknum og ganga á lagið í sókninni. 4. mínúta: Stjarnan - Snæfell 13-4 Alls skoraði Stjarnan ellefu stig í röð. Liðið hefur verið að frákasta frábærlega þessar fyrstu mínútur leiksins. Keflvíkingar eru í bullandi vandræðum og hefur Snæfell tekið leikhlé. 3. mínúta: Stjarnan - Snæfell 9-2 Níu stig frá Snæfellingum í röð. Stjörnumenn eru að spila hörkuvörn og Justin Shouse er þegar kominn með fjögur stig. 1. mínúta: Stjarnan - Snæfell 0-2 Leikurinn hafinn í Ásgarði. Stjörnumenn unnu uppkastið en Snæfellingar fengu boltann eftir að þriggja stiga skot hjá Jovan Zdravevski geigaði. Jón Ólafur Jónsson skoraði svo fyrstu stig leiksins. 19.07 - Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Stjörnunnar og Snæfells verður lýst. Stjarnan er í fyrsta sinn að leika í úrslitakeppni deildarinnar en liðið varð þar að auki bikarmeistari í fyrsta sinn á leiktíðinni. Snæfell varð í þriðja sæti í deildinni og Stjarnan í því sjötta en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Snæfellinga. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leik lokið: Stjarnan - Snæfell 99-79 Öruggur sigur Stjörnunnar í höfn eftir yfirburði í fjórða leikhluta. Stjörnumenn hafa verið þekktir í vetur fyrir að spila vel í lokaleikhlutanum og það var tilfellið í kvöld. Snæfellingar reyndu að komast inn í leikinn með því að skipta yfir í svæðisvörn sem virtist ætla að bera árangur. Þeir voru hins vegar sjálfum sér verstir og nýttu tækifærin sem þeir sköpuðu sér illa. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru mikinn í leiknum. Shouse með 28 stig og Zdravevski 24. Ólafur Sigurðsson skoraði sautján stig, Fannar Freyr Helgason ellefu og Guðjón Lárusson tíu. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með átján stig. Hlynur Bæringsson skoraði sautján og Lucious Wagner sextán. 37. mínúta: Stjarnan - Snæfell 82-66 Jovan Zdravevski með sinn annan þrist í röð. Alls fjórir þristar í leiknum og 23 stig. 36. mínúta: Stjarnan - Snæfell 79-62 Snæfellingar með sjö stig í röð og nú síðast Jovan með þrist. Tíminn er að renna út fyrir Snæfellinga. Slobodan Subasic fór út af með fimm villur í upphafi leikhlutans en heimamenn hafa einnig misst mann af velli af sömu sökum - Guðjón Lárusson. 34. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-62 Snæfell hefur skipt yfir í svæðisvörn sem heimamönnum gengur illa að leysa. Snæfellingar hafa þó nýtt tækifærin sem þeir hafa fengið í kjölfarið afar illa en þó skorað fimm stig í röð. 32. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-57 Snæfellingar taka leikhlé enda hræðileg byrjun hjá þeim í fjórða leikhluta. Þeir gera enn klaufaleg mistök í sínum sóknarleik og það færa heimamenn sér í nyt. Stjörnumenn hafa einnig verið grimmari í fráköstunum síðustu mínúturnar. Ekki hjálpar heldur til að gestirnir hafa nýtt vítaskotin sín illa, aðeins fimm af ellfu í leiknum. 3. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 66-55 Snæfell komst í þrettán stiga forystu, 66-53, en Magni Hafsteinsson átti síðustu körfu leikhlutans fyrir Snæfell. Justin Shouse heldur uppteknum hætti hjá heimamönnum og hefur alls skorað 23 stig. Jovan Zdravevski er með fimmtán stig og Ólafur Sigurðsson ellefu. Hjá Snæfelli er Lucious Wagner kominn með fjórtán stig. 28. mínúta: Stjarnan - Snæfell 60-53 Snæfellingum hefur illa gengið í sóknarleik sínum og Stjörnumenn komust í tíu stiga forystu í stöðunni 60-50. En gestirnir svara með þristi um hæl. Magni Hafsteinsson þar á ferð. 25. mínúta: Stjarnan - Snæfell 55-48 Stjörnumenn halda forystunni í upphafi síðari hálfleiks en liðið skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum. Hálfleikur: Stjarnan - Snæfell 45-42 Stjörnumenn klára fyrri hálfleikum á jákvæðum nótum og ganga til búningsklefa með þriggja stiga forystu í hálfleik. Justin Shouse hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og skorað átján stig. Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson eru með níu stig hvor hjá Snæfelli en Hlynur með ellefu fráköst. Lucious Wagner er með átta stig. Snæfellingar eru þó í villuvandræðum. Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic eru báðir komnir með þrjár villur en Shouse er sá eini í Stjörnunni sem hefur fengið tvær villur. 19. mínúta: Stjarnan - Snæfell 42-42 Snæfellingar hafa verið klaufar á síðustu mínútum og tapað nokkrum boltum. Shouse kom Stjörnunni í 42-39 með þristi en Jón Ólafur svaraði um hæl. 16. mínúta: Stjarnan - Snæfell 35-37 Snæfellingar hafa verið að reyna að byggja upp forskot en það hefur lítið gengið. Stjörnumenn berjast um hvern bolta og þar eru fáir duglegri en Fannar Freyr Helgason. 13. mínúta: Stjarnan - Snæfell 30-29 Snæfellingar komust í 27-20 en heimamenn svöruðu með sjö stigum í röð. Gestirnir gerðu klaufaleg mistök í sóknarleik sínum sem Stjörnumenn færðu sér í nyt. 1. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 20-24 Snæfellingar hafa tekið völdin í leiknum. Þeir náðu meira að segja að stela boltanum á lokasekúndum leikhlutans þar sem Hlynur Bæringsson skoraði úr vonlausri stöðu. 8. mínúta: Stjarnan - Snæfell 18-19 Snæfellingar komust yfir, 17-16, með tveimur vítaköstum Sigurðar Þorvaldssonar sem hann fékk eftir frákastabaráttu við Guðjón Lárusson. Guðjón var þá nýkominn inn á en fór af velli alblóðugur í andlitinu eftir viðskiptin við Sigurð. 6. mínúta: Stjarnan - Snæfell 15-12 Snæfellingar skoruðu sex stig í röð strax eftir leikhléið. Þeir eru farnir að herða tökin í varnarleiknum og ganga á lagið í sókninni. 4. mínúta: Stjarnan - Snæfell 13-4 Alls skoraði Stjarnan ellefu stig í röð. Liðið hefur verið að frákasta frábærlega þessar fyrstu mínútur leiksins. Keflvíkingar eru í bullandi vandræðum og hefur Snæfell tekið leikhlé. 3. mínúta: Stjarnan - Snæfell 9-2 Níu stig frá Snæfellingum í röð. Stjörnumenn eru að spila hörkuvörn og Justin Shouse er þegar kominn með fjögur stig. 1. mínúta: Stjarnan - Snæfell 0-2 Leikurinn hafinn í Ásgarði. Stjörnumenn unnu uppkastið en Snæfellingar fengu boltann eftir að þriggja stiga skot hjá Jovan Zdravevski geigaði. Jón Ólafur Jónsson skoraði svo fyrstu stig leiksins. 19.07 - Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Stjörnunnar og Snæfells verður lýst. Stjarnan er í fyrsta sinn að leika í úrslitakeppni deildarinnar en liðið varð þar að auki bikarmeistari í fyrsta sinn á leiktíðinni. Snæfell varð í þriðja sæti í deildinni og Stjarnan í því sjötta en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Snæfellinga.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira