Stjarnan jafnaði metin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2009 19:05 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, lék áður með Snæfelli. Mynd/Vilhelm Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leik lokið: Stjarnan - Snæfell 99-79 Öruggur sigur Stjörnunnar í höfn eftir yfirburði í fjórða leikhluta. Stjörnumenn hafa verið þekktir í vetur fyrir að spila vel í lokaleikhlutanum og það var tilfellið í kvöld. Snæfellingar reyndu að komast inn í leikinn með því að skipta yfir í svæðisvörn sem virtist ætla að bera árangur. Þeir voru hins vegar sjálfum sér verstir og nýttu tækifærin sem þeir sköpuðu sér illa. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru mikinn í leiknum. Shouse með 28 stig og Zdravevski 24. Ólafur Sigurðsson skoraði sautján stig, Fannar Freyr Helgason ellefu og Guðjón Lárusson tíu. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með átján stig. Hlynur Bæringsson skoraði sautján og Lucious Wagner sextán. 37. mínúta: Stjarnan - Snæfell 82-66 Jovan Zdravevski með sinn annan þrist í röð. Alls fjórir þristar í leiknum og 23 stig. 36. mínúta: Stjarnan - Snæfell 79-62 Snæfellingar með sjö stig í röð og nú síðast Jovan með þrist. Tíminn er að renna út fyrir Snæfellinga. Slobodan Subasic fór út af með fimm villur í upphafi leikhlutans en heimamenn hafa einnig misst mann af velli af sömu sökum - Guðjón Lárusson. 34. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-62 Snæfell hefur skipt yfir í svæðisvörn sem heimamönnum gengur illa að leysa. Snæfellingar hafa þó nýtt tækifærin sem þeir hafa fengið í kjölfarið afar illa en þó skorað fimm stig í röð. 32. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-57 Snæfellingar taka leikhlé enda hræðileg byrjun hjá þeim í fjórða leikhluta. Þeir gera enn klaufaleg mistök í sínum sóknarleik og það færa heimamenn sér í nyt. Stjörnumenn hafa einnig verið grimmari í fráköstunum síðustu mínúturnar. Ekki hjálpar heldur til að gestirnir hafa nýtt vítaskotin sín illa, aðeins fimm af ellfu í leiknum. 3. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 66-55 Snæfell komst í þrettán stiga forystu, 66-53, en Magni Hafsteinsson átti síðustu körfu leikhlutans fyrir Snæfell. Justin Shouse heldur uppteknum hætti hjá heimamönnum og hefur alls skorað 23 stig. Jovan Zdravevski er með fimmtán stig og Ólafur Sigurðsson ellefu. Hjá Snæfelli er Lucious Wagner kominn með fjórtán stig. 28. mínúta: Stjarnan - Snæfell 60-53 Snæfellingum hefur illa gengið í sóknarleik sínum og Stjörnumenn komust í tíu stiga forystu í stöðunni 60-50. En gestirnir svara með þristi um hæl. Magni Hafsteinsson þar á ferð. 25. mínúta: Stjarnan - Snæfell 55-48 Stjörnumenn halda forystunni í upphafi síðari hálfleiks en liðið skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum. Hálfleikur: Stjarnan - Snæfell 45-42 Stjörnumenn klára fyrri hálfleikum á jákvæðum nótum og ganga til búningsklefa með þriggja stiga forystu í hálfleik. Justin Shouse hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og skorað átján stig. Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson eru með níu stig hvor hjá Snæfelli en Hlynur með ellefu fráköst. Lucious Wagner er með átta stig. Snæfellingar eru þó í villuvandræðum. Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic eru báðir komnir með þrjár villur en Shouse er sá eini í Stjörnunni sem hefur fengið tvær villur. 19. mínúta: Stjarnan - Snæfell 42-42 Snæfellingar hafa verið klaufar á síðustu mínútum og tapað nokkrum boltum. Shouse kom Stjörnunni í 42-39 með þristi en Jón Ólafur svaraði um hæl. 16. mínúta: Stjarnan - Snæfell 35-37 Snæfellingar hafa verið að reyna að byggja upp forskot en það hefur lítið gengið. Stjörnumenn berjast um hvern bolta og þar eru fáir duglegri en Fannar Freyr Helgason. 13. mínúta: Stjarnan - Snæfell 30-29 Snæfellingar komust í 27-20 en heimamenn svöruðu með sjö stigum í röð. Gestirnir gerðu klaufaleg mistök í sóknarleik sínum sem Stjörnumenn færðu sér í nyt. 1. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 20-24 Snæfellingar hafa tekið völdin í leiknum. Þeir náðu meira að segja að stela boltanum á lokasekúndum leikhlutans þar sem Hlynur Bæringsson skoraði úr vonlausri stöðu. 8. mínúta: Stjarnan - Snæfell 18-19 Snæfellingar komust yfir, 17-16, með tveimur vítaköstum Sigurðar Þorvaldssonar sem hann fékk eftir frákastabaráttu við Guðjón Lárusson. Guðjón var þá nýkominn inn á en fór af velli alblóðugur í andlitinu eftir viðskiptin við Sigurð. 6. mínúta: Stjarnan - Snæfell 15-12 Snæfellingar skoruðu sex stig í röð strax eftir leikhléið. Þeir eru farnir að herða tökin í varnarleiknum og ganga á lagið í sókninni. 4. mínúta: Stjarnan - Snæfell 13-4 Alls skoraði Stjarnan ellefu stig í röð. Liðið hefur verið að frákasta frábærlega þessar fyrstu mínútur leiksins. Keflvíkingar eru í bullandi vandræðum og hefur Snæfell tekið leikhlé. 3. mínúta: Stjarnan - Snæfell 9-2 Níu stig frá Snæfellingum í röð. Stjörnumenn eru að spila hörkuvörn og Justin Shouse er þegar kominn með fjögur stig. 1. mínúta: Stjarnan - Snæfell 0-2 Leikurinn hafinn í Ásgarði. Stjörnumenn unnu uppkastið en Snæfellingar fengu boltann eftir að þriggja stiga skot hjá Jovan Zdravevski geigaði. Jón Ólafur Jónsson skoraði svo fyrstu stig leiksins. 19.07 - Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Stjörnunnar og Snæfells verður lýst. Stjarnan er í fyrsta sinn að leika í úrslitakeppni deildarinnar en liðið varð þar að auki bikarmeistari í fyrsta sinn á leiktíðinni. Snæfell varð í þriðja sæti í deildinni og Stjarnan í því sjötta en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Snæfellinga. Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leik lokið: Stjarnan - Snæfell 99-79 Öruggur sigur Stjörnunnar í höfn eftir yfirburði í fjórða leikhluta. Stjörnumenn hafa verið þekktir í vetur fyrir að spila vel í lokaleikhlutanum og það var tilfellið í kvöld. Snæfellingar reyndu að komast inn í leikinn með því að skipta yfir í svæðisvörn sem virtist ætla að bera árangur. Þeir voru hins vegar sjálfum sér verstir og nýttu tækifærin sem þeir sköpuðu sér illa. Justin Shouse og Jovan Zdravevski fóru mikinn í leiknum. Shouse með 28 stig og Zdravevski 24. Ólafur Sigurðsson skoraði sautján stig, Fannar Freyr Helgason ellefu og Guðjón Lárusson tíu. Hjá Snæfelli var Jón Ólafur Jónsson stigahæstur með átján stig. Hlynur Bæringsson skoraði sautján og Lucious Wagner sextán. 37. mínúta: Stjarnan - Snæfell 82-66 Jovan Zdravevski með sinn annan þrist í röð. Alls fjórir þristar í leiknum og 23 stig. 36. mínúta: Stjarnan - Snæfell 79-62 Snæfellingar með sjö stig í röð og nú síðast Jovan með þrist. Tíminn er að renna út fyrir Snæfellinga. Slobodan Subasic fór út af með fimm villur í upphafi leikhlutans en heimamenn hafa einnig misst mann af velli af sömu sökum - Guðjón Lárusson. 34. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-62 Snæfell hefur skipt yfir í svæðisvörn sem heimamönnum gengur illa að leysa. Snæfellingar hafa þó nýtt tækifærin sem þeir hafa fengið í kjölfarið afar illa en þó skorað fimm stig í röð. 32. mínúta: Stjarnan - Snæfell 72-57 Snæfellingar taka leikhlé enda hræðileg byrjun hjá þeim í fjórða leikhluta. Þeir gera enn klaufaleg mistök í sínum sóknarleik og það færa heimamenn sér í nyt. Stjörnumenn hafa einnig verið grimmari í fráköstunum síðustu mínúturnar. Ekki hjálpar heldur til að gestirnir hafa nýtt vítaskotin sín illa, aðeins fimm af ellfu í leiknum. 3. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 66-55 Snæfell komst í þrettán stiga forystu, 66-53, en Magni Hafsteinsson átti síðustu körfu leikhlutans fyrir Snæfell. Justin Shouse heldur uppteknum hætti hjá heimamönnum og hefur alls skorað 23 stig. Jovan Zdravevski er með fimmtán stig og Ólafur Sigurðsson ellefu. Hjá Snæfelli er Lucious Wagner kominn með fjórtán stig. 28. mínúta: Stjarnan - Snæfell 60-53 Snæfellingum hefur illa gengið í sóknarleik sínum og Stjörnumenn komust í tíu stiga forystu í stöðunni 60-50. En gestirnir svara með þristi um hæl. Magni Hafsteinsson þar á ferð. 25. mínúta: Stjarnan - Snæfell 55-48 Stjörnumenn halda forystunni í upphafi síðari hálfleiks en liðið skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum. Hálfleikur: Stjarnan - Snæfell 45-42 Stjörnumenn klára fyrri hálfleikum á jákvæðum nótum og ganga til búningsklefa með þriggja stiga forystu í hálfleik. Justin Shouse hefur farið mikinn í fyrri hálfleik og skorað átján stig. Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson eru með níu stig hvor hjá Snæfelli en Hlynur með ellefu fráköst. Lucious Wagner er með átta stig. Snæfellingar eru þó í villuvandræðum. Magni Hafsteinsson og Slobodan Subasic eru báðir komnir með þrjár villur en Shouse er sá eini í Stjörnunni sem hefur fengið tvær villur. 19. mínúta: Stjarnan - Snæfell 42-42 Snæfellingar hafa verið klaufar á síðustu mínútum og tapað nokkrum boltum. Shouse kom Stjörnunni í 42-39 með þristi en Jón Ólafur svaraði um hæl. 16. mínúta: Stjarnan - Snæfell 35-37 Snæfellingar hafa verið að reyna að byggja upp forskot en það hefur lítið gengið. Stjörnumenn berjast um hvern bolta og þar eru fáir duglegri en Fannar Freyr Helgason. 13. mínúta: Stjarnan - Snæfell 30-29 Snæfellingar komust í 27-20 en heimamenn svöruðu með sjö stigum í röð. Gestirnir gerðu klaufaleg mistök í sóknarleik sínum sem Stjörnumenn færðu sér í nyt. 1. leikhluta lokið: Stjarnan - Snæfell 20-24 Snæfellingar hafa tekið völdin í leiknum. Þeir náðu meira að segja að stela boltanum á lokasekúndum leikhlutans þar sem Hlynur Bæringsson skoraði úr vonlausri stöðu. 8. mínúta: Stjarnan - Snæfell 18-19 Snæfellingar komust yfir, 17-16, með tveimur vítaköstum Sigurðar Þorvaldssonar sem hann fékk eftir frákastabaráttu við Guðjón Lárusson. Guðjón var þá nýkominn inn á en fór af velli alblóðugur í andlitinu eftir viðskiptin við Sigurð. 6. mínúta: Stjarnan - Snæfell 15-12 Snæfellingar skoruðu sex stig í röð strax eftir leikhléið. Þeir eru farnir að herða tökin í varnarleiknum og ganga á lagið í sókninni. 4. mínúta: Stjarnan - Snæfell 13-4 Alls skoraði Stjarnan ellefu stig í röð. Liðið hefur verið að frákasta frábærlega þessar fyrstu mínútur leiksins. Keflvíkingar eru í bullandi vandræðum og hefur Snæfell tekið leikhlé. 3. mínúta: Stjarnan - Snæfell 9-2 Níu stig frá Snæfellingum í röð. Stjörnumenn eru að spila hörkuvörn og Justin Shouse er þegar kominn með fjögur stig. 1. mínúta: Stjarnan - Snæfell 0-2 Leikurinn hafinn í Ásgarði. Stjörnumenn unnu uppkastið en Snæfellingar fengu boltann eftir að þriggja stiga skot hjá Jovan Zdravevski geigaði. Jón Ólafur Jónsson skoraði svo fyrstu stig leiksins. 19.07 - Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Stjörnunnar og Snæfells verður lýst. Stjarnan er í fyrsta sinn að leika í úrslitakeppni deildarinnar en liðið varð þar að auki bikarmeistari í fyrsta sinn á leiktíðinni. Snæfell varð í þriðja sæti í deildinni og Stjarnan í því sjötta en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Snæfellinga.
Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira