Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þjóðin vill eitt, Krist­rún annað

Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli.

Skoðun
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent
Fréttamynd

Tor­færur, hossur og hristingar!

Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Er Kópavogsbær vel rekinn?

Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja stjórn­völd í Ís­rael til að breyta stefnu sinni tafar­laust

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra undirritaði í dag yfirlýsingu með leiðtogum sex annarra ríkja þar sem þeir lýsa því yfir að tafarlausra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. Ísland átti frumkvæði að gerð yfirlýsingarinnar samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins og veitti því forystu ásamt Spáni að hópurinn náði saman.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af öryggi skóla­barna í Laugar­dal

Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Úlfar heldur fullum launum í heilt ár

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Um sjónar­horn og sann­leika

Ríkisútvarpið flutti frétt í gær sem bar yfirskriftina Vilja auka framlög til selalaugar um 60 milljónir en skerða framlög til íþróttafélaga. Mér finnst tilefni til að bregðast við þessari misvísandi fyrirsögn og vil ég einnig gera grein fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem vísað var úr borgarráði í gær til samþykktar borgarstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Himin­lifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mál­þóf og/eða lýð­ræði?

Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs.

Skoðun
Fréttamynd

Um­deildasti fríverslunar­samningur sögunnar?

Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59.

Skoðun
Fréttamynd

Allt þetta máttu eiga ef þú til­biður mig

Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu.

Skoðun
Fréttamynd

Setja rúma tvo milljarða í stækkun leik­skóla

Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­frelsi!

Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.

Skoðun
Fréttamynd

Að mása eða fara í golf

„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Logi for­dæmir um­mæli Jóns Gnarr um Vísi

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Leikjanám­skeið fyrir full­orðna við Austur­völl

Árið 2000 kom út viðtalsbók sem hét „Í hlutverki leiðtogans“. Á meðal þeirra sem voru þar til viðtals var Davíð Oddsson, sem nú hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins í næstum 16 ár en var um tíma formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja aðra til­lögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir því að götunafnanefnd komi með aðra tillögu að nafni á nýrri götu við Grósku í Vatnsmýri. Götunafnanefnd lagði til að gatan fengi nafnið Völugata, meðal annars með vísun í Völuspá og völvur, en ráðið vill frekar að gatan verði nefnd í höfuðið á alvöru manneskju.

Innlent
Fréttamynd

Úlfari var boðin staða lög­reglu­stjóra á Austur­landi

Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans.

Innlent