Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Útskýrir tafirnar á fyrstu tölum í Reykjavík

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær yrðu tilkynntar um miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Telur tals­verðar líkur á því að meiri­hlutinn falli

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum

Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn að­eins spillt fyrir nætur­svefninum

Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Innlent
Fréttamynd

Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Kjörið tækifæri

Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú?

Skoðun
Fréttamynd

Búið að loka kjör­stað í Gríms­ey

Kjörstað í Grímsey var lokað um hádegi, en venja er kjörstað sé lokað í eynni um þetta leyti kjördags til að örugglega sé hægt að sé að koma kjörkassanum í land í tæka tíð. Sömuleiðis hafa eyjamenn vanið sig við að mæta snemma á kjörstað.

Innlent