Af kjördæma poti Jódís Skúladóttir skrifar 8. september 2023 19:00 Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Húsnæðismál Jódís Skúladóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun