Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 13:41 Elísabet við Elísabetarstíg. Vísir/Arnar Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“ Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“
Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01