Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 16:16 Svona lítur Parísarhjólið í Búkarest í Rúmeníu út. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi svo fáin dæmi séu nefnd. EPA-EFE/Robert Ghement Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.
Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39