Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því. Skoðun 22.12.2025 07:46
Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf. Innlent 22.12.2025 06:47
Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur aftur lagt fram tillögu um stofnun hverfislögreglustöðvar í Breiðholti. Hann segir ákall íbúa eftir slíkri stöð verða sífellt háværari. Innlent 21.12.2025 18:51
Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Skoðun 21. desember 2025 07:31
Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Innlent 21. desember 2025 07:01
Bindur vonir við Vor til vinstri Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það. Innlent 20. desember 2025 19:29
„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. Innlent 20. desember 2025 16:04
„Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur. Innlent 20. desember 2025 15:18
Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, hefur nú kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að jafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði. Það er fagnaðarefni að stigið sé fast til jarðar í þessum efnum, enda hafa fáir ráðherrar sýnt það hugrekki sem þarf til að endurskoða raunverulegt hlutverk ríkismiðla á nútímamarkaði. Skoðun 20. desember 2025 13:33
Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Innlent 19. desember 2025 20:15
Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Meðferð við spilafíkn er í fyrsta sinn niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Innlent 19. desember 2025 20:00
Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir. Skoðun 19. desember 2025 20:00
Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður. Innlent 19. desember 2025 17:56
Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Innlent 19. desember 2025 17:04
Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Birkir Ingibjartsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og arkitekt, sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Innlent 19. desember 2025 15:18
Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki. Skoðun 19. desember 2025 14:32
Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. Innlent 19. desember 2025 14:22
Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnir tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á blaðamannafundi klukkan 14. Fylgjast má með kynningu hans í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 19. desember 2025 13:13
Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19. desember 2025 12:32
Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Fundir Alþingis á liðnu haustþingi voru 53 talsins og stóðu samtals í tæpar 320 klukkustundir. Af þeim 138 frumvörpum sem bárust þinginu urðu aðeins 37 að lögum og eru 101 frumvörp enn óútrædd. Þá voru samþykktar fimm þingsályktunartillögur af 66 og ráðherrar svöruðu 107 óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 19. desember 2025 11:18
Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum. Innlent 19. desember 2025 08:11
Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Skoðun 19. desember 2025 08:02
Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki. Innlent 18. desember 2025 21:01
Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. Innlent 18. desember 2025 20:30