Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Innlent 9. desember 2022 14:53
Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. Innlent 9. desember 2022 12:29
„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“ Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin. Innlent 9. desember 2022 07:31
„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. Innlent 8. desember 2022 09:00
Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Innlent 6. desember 2022 21:00
Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. Innlent 6. desember 2022 07:00
Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir ársgömul börn? „Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“ Innlent 5. desember 2022 06:47
Fyrsti bráðalæknir landsins útskrifaður Rosemary Lea Jones er sú fyrsta hér á landi sem lýkur námi í bráðalækningum. Hún útskrifaðist formlega úr sérnámi á Landspítalanum 2. desember. Innlent 4. desember 2022 21:36
“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng. Innlent 4. desember 2022 09:06
„Lítið gert til að skera niður í fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu“ Með hagræðingaaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna 11,1 milljarða króna er kroppað í hér og þar, en þær eru máttlausar og huglausar að sögn oddvita Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að skerða leikskólaþjónustu hefði að hennar mati heldur átt að minnka yfirbygginguna. Innlent 2. desember 2022 19:01
Nýr skólameistari ráðinn hjá Menntaskólanum á Ísafirði Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina. Viðskipti innlent 2. desember 2022 18:45
Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. Innlent 2. desember 2022 12:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. Innlent 2. desember 2022 11:58
Ný meistaranámsbraut um endurheimt vistkerfa við Landbúnaðarháskóla Íslands Við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) er verið að leggja lokahönd á nýja alþjóðlega meistaranámsbraut í endurheimt vistkerfa e. Ecology Restoration. Námið er tveggja ára þverfaglegt nám sem veitir alþjóðlega innsýn og þekkingu á sviði vistheimtarfræði og hagnýta þjálfun í aðferðafræði endurheimtar. Samstarf 2. desember 2022 10:57
Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ Innlent 2. desember 2022 09:35
Ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Matís síðustu ár. Viðskipti innlent 1. desember 2022 15:00
Í gæsluvarðhald grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður sem réðst að fyrrverandi eiginkonu sinni með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Innlent 1. desember 2022 14:51
Eydís nýr skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Eydísi Ásbjörnsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. desember. Innlent 30. nóvember 2022 21:03
Réðst á konu með öxi fyrir framan grunnskóla Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Innlent 30. nóvember 2022 17:39
Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar Dvalartími barna í leikskólum í Reykjavík verður að hámarki 42,5 klukkustundir á viku frá og með 15. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í pósti frá Reykajvíkurborg til foreldra og forráðamanna leikskólabarna í dag. Innlent 30. nóvember 2022 16:42
Borgin bótaskyld eftir að nemandi brenndist í eldgostilraun Reykjavíkurborg var dæmd bótaskyld vegna líkamstjóns unglingsstúlku sem brenndist þegar samnemandi hennar helti eldfimum vökva yfir eldgostilraun í efnafræðitíma. Stúlkan er með ör eftir slysið og örorka hennar metin tíu prósent. Innlent 30. nóvember 2022 09:07
Fóru hörðum orðum um MR Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari. Lífið 30. nóvember 2022 09:02
Leikskólamálin á Alþingi Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Skoðun 30. nóvember 2022 08:31
Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Innlent 29. nóvember 2022 19:20
Þórir Snær Sigurðsson vann Rímnaflæði 2022 Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“. Tónlist 29. nóvember 2022 10:36
Háskóli Íslands krefst 224 milljóna vegna vatnslekans Háskóli Íslands hefur krafið Veitur, tryggingafélagið VÍS og fleiri aðila um samtals 224 milljónir króna í skaðabætur vegna mikils vatnsleka sem varð á lóð skólans þann 21. janúar 2021. Innlent 29. nóvember 2022 07:32
Eingöngu kennt á ensku í Hallormsstaðaskóla Fimmtán nemendur eru nú í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað þar sem fjölbreytt kennsla fer fram. Allt nám í skólanum er kennt á ensku. Innlent 27. nóvember 2022 20:05
Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Innlent 27. nóvember 2022 09:04
„Það er alveg ljóst að við fórum offari“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma. Innlent 26. nóvember 2022 10:00
Undirbúa leiðtoga framtíðarinnar „AFS, alþjóðlegu friðar- og fræðslusamtökin, bjóða upp á skiptinám, ungmennaskipti og tungumálaskóla. Samtökin starfa í um 60 löndum og eiga rætur sínar að rekja til ársins 1915 sem sjálfboðaliðasamtök. Það var svo árið 1947 að samtökin hófu að senda ungt fólk milli landa í skiptinám og var tilgangurinn að byggja brýr á milli mismunandi menningarheima og taka þannig skerf í átt að friðsælli og skilningsríkari heimi. Kjarni starfseminnar er að gefa nemendum og öðrum þátttakendum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast menningarlæsi en eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og gera þá að alþjóðlegum virkum borgurum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Samstarf 25. nóvember 2022 08:51