Styttingin hafi haft verri áhrif á drengi en stúlkur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:50 Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði, hefur rannsakað styttingu framhaldsskólans og áhrif þess á ungmenni í háskóla. Vísir/Vilhelm Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, rannsakaði áhrif styttingar framhaldsskólanna á ungmenni í háskóla með Gylfa Zoega prófessor og doktorsnemanum Gísla Gylfasyni. Þau ákváðu að rannsaka áhrif styttingarinnar eftir að kerfisbreytingin átti sér stað. Það hafi verið hentugur tími til að skoða málið auk þess sem góð gögn hafi verið aðgengileg, eins og einkunnir á fyrri skólastigum og afdrif í háskóla. Tinna Laufey ræddi rannsóknina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Hún segir að þau hafi skoðað sérstaklega þrjár útkomur sem varði afdrif nemenda í háskólanum. Hvaða áhrif styttingin hafi á einkunnir, hversu margar einingar þau hafi lokið á fyrsta ári í háskóla og svo brotthvarf úr háskólanum. „Við sáum með ansi skýrum hætti að styttingin hafði slæm áhrif á alla þessa þætti og frekar stór áhrif myndi ég kalla það,“ segir Tinna og að um hafi verið að ræða lækkun um hálft stig að meðaltali. Þau hafi lokið fimm færri einingum sem samsvari einu námskeiði og að þau séu líklegri til að hætta í háskólanum. Skoða stutt tímabil Tinna segir að þau hafi skoðað stutt tímabil. Breytingin tekur gildi 2015/2016 og þau skoði nemendur sem skrái sig svo í háskólann 2018/2019 og svo hafi þau aðeins skoðað eina önn 2020 vegna heimsfaraldurs Covid. Tinna segir að sumir vilji meina að kerfið sé enn að aðlaga sig eftir breytinguna og kennarar að ná tökum á því að kenna námsefni styttri tíma. Það megi vel vera og að það sé hægt að taka það til greina því hópurinn sem sé rannsakaður hér sé sá sem hafi verið í framhaldsskóla þegar breytingin tekur gildi. „Við sjáum greinilega skilin og út af þessum sérstöku aðstæðum getum við haft stjórn á ákveðnum þáttum sem er mikilvægt að hafa stjórn á,“ segir Tinna Laufey og að til dæmis séu nemendur að útskrifast á þessum tíma saman sem hafi þó ekki byrjað á sama tíma. Sumir hafi verið í fjögur ár og aðrir þrjú. Þau hafi svo tekið sömu námsáfanga í háskóla og þannig geti þau borið þau saman. Ekki sömu áhrif á drengi og stúlkur Tinna Laufey segir þetta stórar niðurstöður en að í þeim komi þó einnig fram að breytingin hafi ekki sömu áhrif á alla nemendur. Þeir sem hafa staðið sig vel í kerfinu gangi almennt betur. Það séu stelpur frekar en strákar. Háskóli íslandsVísir/Vilhelm „Helstu áhrifin eru á drengi og þá sem að hefur ekki gengið vel að fóta sig í menntakerfinu. Sterkir nemendur pluma sig ágætlega eftir breytinguna. Það verður meiri dreifing og við erum að búa til meiri dreifingu. Það er ekki af því að ákveðnir aðilar eru að skara fram út heldur af því að við erum að skilja ákveðna aðila frekar eftir,“ segir Tinna og að mikilvægt sé að fylgjast með þessu betur. Hún segir mikla pressu á að ljúka á þremur árum ef fólk ætlar sér að gera það. Þau sem skrái sig í fjögurra ára nám ljúki náminu yfirleitt ekki á þremur árum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Skóla - og menntamál Háskólar Framhaldsskólar Vísindi Bítið Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, rannsakaði áhrif styttingar framhaldsskólanna á ungmenni í háskóla með Gylfa Zoega prófessor og doktorsnemanum Gísla Gylfasyni. Þau ákváðu að rannsaka áhrif styttingarinnar eftir að kerfisbreytingin átti sér stað. Það hafi verið hentugur tími til að skoða málið auk þess sem góð gögn hafi verið aðgengileg, eins og einkunnir á fyrri skólastigum og afdrif í háskóla. Tinna Laufey ræddi rannsóknina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Hún segir að þau hafi skoðað sérstaklega þrjár útkomur sem varði afdrif nemenda í háskólanum. Hvaða áhrif styttingin hafi á einkunnir, hversu margar einingar þau hafi lokið á fyrsta ári í háskóla og svo brotthvarf úr háskólanum. „Við sáum með ansi skýrum hætti að styttingin hafði slæm áhrif á alla þessa þætti og frekar stór áhrif myndi ég kalla það,“ segir Tinna og að um hafi verið að ræða lækkun um hálft stig að meðaltali. Þau hafi lokið fimm færri einingum sem samsvari einu námskeiði og að þau séu líklegri til að hætta í háskólanum. Skoða stutt tímabil Tinna segir að þau hafi skoðað stutt tímabil. Breytingin tekur gildi 2015/2016 og þau skoði nemendur sem skrái sig svo í háskólann 2018/2019 og svo hafi þau aðeins skoðað eina önn 2020 vegna heimsfaraldurs Covid. Tinna segir að sumir vilji meina að kerfið sé enn að aðlaga sig eftir breytinguna og kennarar að ná tökum á því að kenna námsefni styttri tíma. Það megi vel vera og að það sé hægt að taka það til greina því hópurinn sem sé rannsakaður hér sé sá sem hafi verið í framhaldsskóla þegar breytingin tekur gildi. „Við sjáum greinilega skilin og út af þessum sérstöku aðstæðum getum við haft stjórn á ákveðnum þáttum sem er mikilvægt að hafa stjórn á,“ segir Tinna Laufey og að til dæmis séu nemendur að útskrifast á þessum tíma saman sem hafi þó ekki byrjað á sama tíma. Sumir hafi verið í fjögur ár og aðrir þrjú. Þau hafi svo tekið sömu námsáfanga í háskóla og þannig geti þau borið þau saman. Ekki sömu áhrif á drengi og stúlkur Tinna Laufey segir þetta stórar niðurstöður en að í þeim komi þó einnig fram að breytingin hafi ekki sömu áhrif á alla nemendur. Þeir sem hafa staðið sig vel í kerfinu gangi almennt betur. Það séu stelpur frekar en strákar. Háskóli íslandsVísir/Vilhelm „Helstu áhrifin eru á drengi og þá sem að hefur ekki gengið vel að fóta sig í menntakerfinu. Sterkir nemendur pluma sig ágætlega eftir breytinguna. Það verður meiri dreifing og við erum að búa til meiri dreifingu. Það er ekki af því að ákveðnir aðilar eru að skara fram út heldur af því að við erum að skilja ákveðna aðila frekar eftir,“ segir Tinna og að mikilvægt sé að fylgjast með þessu betur. Hún segir mikla pressu á að ljúka á þremur árum ef fólk ætlar sér að gera það. Þau sem skrái sig í fjögurra ára nám ljúki náminu yfirleitt ekki á þremur árum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Skóla - og menntamál Háskólar Framhaldsskólar Vísindi Bítið Tengdar fréttir Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Aðeins helmingur útskrifast á réttum tíma í MH Aðeins um helmingur nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð útskrifast á tilsettum tíma eftir styttingu framhaldsskólanna í þrjú ár, sex árum eftir að breytingin var innleidd í flesta menntaskóla landsins. Hinn helmingurinn útskrifast á þremur og hálfu ári eða lengri tíma. 8. maí 2021 08:01