Á hafragrautur heima í mataræði leikskólabarna? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 07:32 Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun