Strætóáskorunin sem sumir þurfa að standast til að fá bílprófið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Formaður Ökukennarafélagsins telur að bæta ætti almenningssamgöngur á svæðinu við Ökuskóla 3. Fólk átti sig hreinlega ekki á því hvað þurfi að gera til að komast upp í húsnæðið, sem er í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Við spreyttum okkur á ferðalaginu í Íslandi í dag. Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Ökuskóli 3 hefur verið skylduáfangi í ökunámi frá árinu 2010 og var fyrst staðsettur við Laugarnesveg í Reykjavík. Hann er nú fluttur að Álfhellu í útjaðri Hafnarfjarðar, steinsnar frá álverinu í Straumsvík. Hverfið er tiltölulega nýtt og fyrst um sinn var raunar vandkvæðum háð að finna staðsetningu Ökuskólans á korti. Úr því hefur þó verið bætt. En staðsetningin er ekki beint í alfaraleið - og næstum allir sem eiga þangað erindi eru, eðli málsins samkvæmt, ekki með bíl til umráða. Þeir sem til dæmis eru búsettir í tilteknum hverfum Reykjavíkur og búa ekki svo vel að geta fengið far eiga ákveðna áskorun fyrir höndum. Ef lagt er af stað frá Suðurlandsbraut, eins og gert var í innslaginu hér fyrir ofan, þarf til að mynda að taka tvo strætisvagna upp á Velli í Hafnarfirði. Þriðja legginn þarf svo að panta sérstaklega með fyrirvara. Ferðalagið tók klukkutíma og tíu mínútur. Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Það er einmitt kannski ekki að undra að langflestum ökunemum sé skutlað í Ökuskóla 3. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá Ökukennarafélagi Íslands, að sögn Þuríðar B. Ægisdóttur, formanns félagsins. „Við erum sko aldeilis búin að spá í því. Við erum líka búin að hafa samband við Strætó, og líka búin að hafa samband við Hafnarfjarðarbæ. Fyrirkomulagið þarna hentar okkur afskaplega illa, fólk áttar sig ekki á því hvað það þarf að gera til þess að koma alla leið til okkar og það er bara tilvalið að það verði farið að skoða. Því þarna fjölgar bara fyrirtækjum, svæðið stækkar og stækkar. Við erum með þannig starfsemi að við eigum ekki heima inni í bæjarfélagi.“ Brot úr Íslandi í dag gærkvöldsins má horfa á í spilaranum fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Bílar Skóla- og menntamál Hafnarmál Strætó Bílpróf Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira