Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 12:31 Nemendur Víkurskóla að vinna að strandlínurannsóknum í Víkurfjöru með sín tól og tæki. Aðsend Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru. Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend
Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira