Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Viðskipti innlent 13. desember 2022 13:32
Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. Viðskipti innlent 12. desember 2022 20:22
Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. Innlent 12. desember 2022 12:26
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. Viðskipti innlent 12. desember 2022 12:20
Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Viðskipti innlent 11. desember 2022 21:57
„Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Innlent 11. desember 2022 19:29
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. Innlent 11. desember 2022 00:00
„Náttúran nýtur ekki vafans“ Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Innlent 8. desember 2022 21:19
Öryggismyndavélar um borð en engin upptaka af slysinu Leitin að skipverjanum sem féll frá borði við Garðskagavita á laugardag hefur enn engan árangur borið. Lögreglan á Suðurnesjum segir að öryggismyndavélar hafi verið um borð en myndbandsupptaka sé ekki til af slysinu. Innlent 6. desember 2022 15:14
Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. Innlent 6. desember 2022 10:43
Skipverjinn þriggja barna faðir sem flutti til Íslands ungur Skipverjinn á Sighvati GK-57 í Grindavík sem leitað hefur verið að frá því á laugardag heitir Ekasit Thasaphong og er fæddur árið 1980. Hann býr í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum. Innlent 5. desember 2022 20:49
Leitin að skipverjanum ekki enn borið árangur Leitinni að karlmanni, sem féll frá boði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa á laugardag var haldið áfram í dag. Hún hefur þó ekki borið árangur og henni hætt í kvöld. Leit hefst aftur í morgunsárið með varðskipi Landhelgisgæslunnar en óákveðið er hvort þyrlan verði kölluð út. Innlent 5. desember 2022 19:46
Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. Innlent 5. desember 2022 14:31
Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Innlent 5. desember 2022 11:38
Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. Innlent 5. desember 2022 10:50
Söguleg skýring á óheppilegri staðsetningu hausaþurrkunar Samherja Fyrir liggur að staðsetning hausaþurrkunar Samherja á Dalvík er óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Sögulegar skýringar eru á staðsetningunni. Samherji hefur tekið ráðstafanir til að minnka lykt frá þurrkuninni. Innlent 5. desember 2022 10:34
Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. Innlent 5. desember 2022 09:48
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Innlent 5. desember 2022 08:47
Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum. Innlent 4. desember 2022 10:58
Leitin að sjómanninum hefst aftur í birtingu Dregið var úr umfangi leitar að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi í utanverðum Faxaflóa í nótt. Til stendur að hefja leitina aftur við birtingu í dag. Innlent 4. desember 2022 07:16
Skipverjinn ófundinn: Leitað fram á nótt Leit að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi um klukkan 17 í dag hefur enn engan árangur borið. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum eru við leit eins sem stendur. Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt. Innlent 3. desember 2022 22:09
Maður féll útbyrðis í Faxaflóa Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita nú að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi rétt fyrir utan Faxaflóa í dag. Innlent 3. desember 2022 18:15
Fiskveiðisamningur Færeyja og Rússlands sagður smekkleysa Evrópusambandið gagnrýnir nýjar fiskveiðisamning Færeyja og Rússlands. Þingmaður Dana á Evrópuþinginu segir samninginn smekklausan. Erlent 3. desember 2022 17:05
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1. desember 2022 10:59
Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða Eignarhaldsfélagið Samherji Holding hagnaðist um tæpa átta milljarða króna á árinu 2021. Hagnaður fyrirtækisins tæplega tvöfaldast milli ára. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 68 prósent í árslok. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 16:21
Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent. Innherji 30. nóvember 2022 12:39
Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. Innherji 29. nóvember 2022 14:10
Þegar Alþingi og Hafrannsóknastofnun ákváðu að leyfa „spjöll“ á tíu þúsund ára gömlum laxastofnum Eðlilega vakti athygli á dögunum þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra neyddist til að leiðrétta svar sem hún gaf á Alþingi vegna þess að hún hafði fengið rangar upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun um stöðu erfðablöndunar eldislax við villta laxastofna. Skoðun 29. nóvember 2022 12:00
Íslenskt hvalahor nýtt við rannsóknir á heilsu hvala Vonir standa til að rannsóknir á hvalahori og örum sem hvalir við Íslandstrendur bera eftir veiðarfæri geti varpað nánara ljósi á heilsu hvala hér við land. Innlent 29. nóvember 2022 11:06
Stjórnvöld fíflast með framtíð fiskeldis Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland. Skoðun 29. nóvember 2022 10:01