Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Rafn Ágúst Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. apríl 2024 21:13 Jóhann Páll segist ekki skilja hvað ríkisstjórninni gengur til. Vísir/Samsett Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. „Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann. Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
„Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36