„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:38 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp matvælaráðherra til heildarlöggjafar um lagareldi lauk á Alþingi í gær og frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar, sem mun taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Frumvarpið nær til sjókvíaeldis, landeldis og hafeldis - og hefur reynst afar umdeilt. Einkum hefur gagnrýni lotið að því að afhenda eigi fiskeldisfyrirtækjum firði til sjókvíaeldis ótímabundið. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir frumvarpið og málið allt gríðarefnismikið og flókið. Er eitthvað í því sem þú staldrar við? „Já, það er náttúrulega þetta sem hefur verið efst á baugi undanfarna daga, þessi leyfi. Hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Við þurfum að fara bara mjög vel yfir það í nefndinni hvernig við getum nálgast það, hvort þau eigi að vera tímabundin eða ótímabundin. Og það eru fleiri atriði þarna sem þarf að fara vel yfir,“ segir Þórarinn. Hann telur ýmislegt í frumvarpinu til bóta en kveðst skilja gagnrýni umhverfissinna. „Þetta verður flókið samspil fyrir okkur í nefndinni, að reyna að finna þennan gullna meðalveg þarna á milli og það er verkefnið fram á sumarið og verður gríðarlegt verkefni fyrir nefndina að fara í gegnum þetta.“ Telurðu að frumvarpið muni taka miklum breytingum í ykkar meðförum? „Það er of snemmt að segja til um það.“ Er þetta umdeilt í þinum flokki? „Nei, ekki þannig séð. Það eru náttúrulega ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti en við sjáum það í Framsókn að sjókvíaeldi er komið til að vera,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41 Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32 Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Eigendur sjókvíaeldis þurfa ekki að greiða auðlindagjald Svæðum til fiskeldis í sjó verður úthlutað samkvæmt útboðum sem leyfishafar greiða fyrir, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra. Þeim verður heimilt að selja eða leigja frá sér laxahlutinn án endurgjalds til ríkisins. 24. apríl 2024 19:41
Steinunn Ólína segir landráðamál í uppsiglingu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi. 24. apríl 2024 12:32
Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. 23. apríl 2024 21:13