Tryggja þurfi tímabundin afnot náttúruauðlinda í stjórnarskrá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 12:31 Hanna Katrín segir málið líklega það stærsta sem er fyrir þinginu núna. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir ekki nóg að gera rekstrarleyfi til fiskeldis tímabundin til þess að sátt skapist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Málið sé skýrt dæmi um að gera þurfi breytingar á stjórnarskrá. Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30
Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent