Svik við þjóðina Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun