Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Komið að úrslitastundinni

    Fyrirliðar Vals og Fram, sem mætast í úrslitum í Olísdeild kvenna, eru sammála um að lítill munur sé á liðunum. Valur er deildarmeistari og Fram Íslands- og bikarmeistari.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristín: Veit að Stebbi er skíthræddur við okkur

    "Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gerður í tveggja leikja bann

    Valskonan Gerður Arinbjarnar hefur verið dæmd í tveggja leikja bann af Aganefnd HSÍ fyrir brot á Bertu Rut Harðardóttur í leik Vals og Hauka á Hlíðarenda í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán: Mér gæti ekki verið meira sama

    „Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tölfræðin ekki með ÍBV í liði

    Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka.

    Handbolti