Valur vann allt sem í boði var Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:15 Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir hlaupa sigurhring með bikarinn. Vísir/Daníel Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira