„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Handbolti 26. apríl 2023 09:02
Strax byrjað að skipuleggja næsta tímabil þó liðið sé í undanúrslitum Lið Hauka í Olís deild kvenna í handbolta hefur þegar hafið að safna liði fyrir komandi tímabil. Handbolti 24. apríl 2023 18:17
Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Handbolti 24. apríl 2023 14:00
Hafdís staðfestir brottför frá Fram Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, er á förum frá Fram. Hún hefur verið orðuð við Val. Handbolti 24. apríl 2023 13:31
Hafdís sögð vera á leið yfir lækinn til Vals Hafdís Renötudóttir, markvörður íslenska landsliðsins og Fram í Olís deild kvenna í handbolta, ku vera á leið til Vals. Handbolti 24. apríl 2023 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33 - 22 KA/Þór | Stjarnan sendi KA/Þór í sumarfrí Stjarnan sendi lið KA/Þórs í sumarfrí með sigri í oddaleik liðanna í úrslitakeppni Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Stjörnunnar, 33-22, í leik sem var í raun aldrei í hættu. Handbolti 23. apríl 2023 15:15
Elín Klara(ði) meistarana með frammistöðu upp á tíu Elín Klara Þorkelsdóttir var hetja Hauka þegar þeir slógu Íslandsmeistara Fram úr leik í sex liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 21. apríl 2023 12:01
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór – Stjarnan 34-18 | Stjörnunni kafsiglt fyrir norðan KA/Þór vann stórsigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu og unnu þær að lokum 14 marka sigur, lokatölur 34 - 18 og liðin á leið í oddaleik í Garðabænum næstkomandi sunnudag. Handbolti 20. apríl 2023 19:45
Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. Sport 20. apríl 2023 19:17
Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Handbolti 20. apríl 2023 18:00
„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Handbolti 20. apríl 2023 17:28
Umfjöllun og viðtöl: Fram – Haukar 20-26 | Óvæntur stórsigur gestanna Haukar sigruðu Fram, 26-20, í fyrsta leik liðanna í 6-liða úrslitum Olís deildar kvenna í Úlfarsárdal í kvöld. Haukakonur leiða nú einvígið eftir sannfærandi sigur og eru einu skrefi nær undanúrslitum. Handbolti 17. apríl 2023 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan – KA/Þór 24-19 | Garðbæingar byrja vel Stjarnan vann góðan fimm marka sigur á KA/Þór í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 17. apríl 2023 20:45
„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. Handbolti 17. apríl 2023 20:20
Sigurgeir nýr þjálfari Stjörnunnar Sigurgeir Jónsson er nýr þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. Hann hefur störf í sumar og tekur við af Hrannari Guðmundssyni sem er á útleið. Handbolti 11. apríl 2023 16:15
Selfyssingar halda áfram að safna liði Selfoss heldur áfram að styrkja kvennaliðið sitt fyrir átökin í Olís deildinni næsta vetur. Handbolti 10. apríl 2023 11:30
„Þyrfti eitthvað stórkostlegt að gerast ef þær eiga að fara að tapa rimmu“ Nöfnurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru gestir í síðasta hlaðvarpsþtti Kvennakastsins þar sem meðal annars var velt fyrir sér hvaða lið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í ár. Handbolti 6. apríl 2023 12:01
Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. Handbolti 5. apríl 2023 12:46
Hrannar hættir hjá Stjörnunni Hrannar Guðmundsson, sem gert hefur góða hluti sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta í vetur, mun hætta með liðið í sumar þrátt fyrir að samningur hans hafi átt að gilda til ársins 2024. Handbolti 4. apríl 2023 15:30
Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Handbolti 4. apríl 2023 13:30
Völdu besta leikmann Olís-deildarinnar: „Hún er ógeðslega góð“ Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu upp Olís-deildina 2022-23 og hituðu upp fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 4. apríl 2023 11:30
Einar mun stýra báðum meistaraflokkum Fram Einar Jónsson mun stýra Fram í bæði Olís deild karla í handbolta sem og Olís deild kvenna á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið nú í kvöld. Handbolti 3. apríl 2023 23:31
Haukar og Stjarnan með góða sigra Haukar unnu sjö marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Þá vann Stjarnan fimm marka sigur á Selfossi. Handbolti 1. apríl 2023 19:31
Sigurður eftir slæmt tap ÍBV: „Smá eins og sprungin blaðra“ „Þetta var bara vont og lélegt, smá eins og sprungin blaðra, eigum við ekki bara að orða þetta þannig. Vel gert hjá Fram. Þær eru með mikla orku og eiginlega bara slátruðu þessu frá upphafi,“ sagði Sigurður Bragason strax eftir tap ÍBV gegn Fram nú í dag. ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum en Fram sigraði leikinn 28-19 og var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútunum. Handbolti 1. apríl 2023 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 33-19 | Einstaklega þægilegur heimasigur Valur vann mjög þægilegan og sannfærandi sigur á KA/Þór í síðustu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Handbolti 1. apríl 2023 17:49
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-19 | Deildarmeistararnir steinlágu í Úlfarsárdalnum Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag. Handbolti 1. apríl 2023 17:35
Telur ekkert lið geta stöðvað ÍBV Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís-deild karla og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var gestur í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins þar sem nýkrýndir deildar- og bikarmeistarar ÍBV voru til umræðu. Handbolti 1. apríl 2023 08:00
Seinni bylgjan um ótrúlegt gengi ÍBV: „Þær voru orðnar þyrstar“ Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar var farið var yfir ótrúlegt gengi ÍBV að undanförnu í Olís-deild kvenna í handbolta sem og Powerade-bikarnum sem liðið sigraði fyrir ekki svo löngu. Nú síðast varð liðið deildarmeistari í Olís og virðist vera nær óstöðvandi þegar það styttist í úrslitakeppni. Handbolti 29. mars 2023 23:01
Fær kona brottvísun fyrir það sem karlaþjálfarar komast upp með? Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni. Handbolti 29. mars 2023 09:01
Leggur til að fjölga liðum úr átta í fjórtán: „Þurum að fara að horfa inn á við“ Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK í Olís-deild kvenna, hefur lagt til að fjölga liðum í deildinni úr átta í fjórtán. Hún fór yfir málið með Svövu Kristínu Grétarsdóttur í seinasta þætti Seinni bylgjunnar. Handbolti 28. mars 2023 23:00