„Við stóðumst ekki prófið í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 12. apríl 2024 22:11 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki upplitsdjarfur eftir 13 marka tap Stjörnunnar á móti Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri Hauka, 36-23, en þetta var fyrsti leikur liðanna í 6-liða úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. „Þetta var erfitt, við stóðumst ekki prófið í dag en höfum sem betur fer fleiri tækifæri.“ Liðin mætast á ný á mánudag á heimavelli Stjörnunnar og geta Garðbæingar náð fram hefndum eftir örfáa daga. Leikurinn í kvöld var þó einstefna Hauka frá upphafi til enda. „Mér finnst ekki þrettán marka munur á liðunum, við töpuðum einum leik í deildinni stórt á móti þeim en við höfum staðið vel í þeim í fyrstu tveimur leikjunum í vetur. Við þurfum bara að skoða okkar leik og það verður bara að mæta með hreint borð á mánudaginn,“ sagði Sigurgeir skömmu eftir leikinn í kvöld. „Við þurfum að sjá þetta saman og skoða okkar leik. Mér fannst þetta falla frá okkur í byrjun leiks en það eru bara atriði sem við vorum búin að tala um sem við klikkuðum á, sérstaklega varnarlega. Varnarleikurinn var ekki góður og við alltof flatar varnarlega. Lentum einar á stóru svæði og missum menn einn á einn. Það var engin samvinna í vörninni hjá okkur,“ sagði Sigurgeir þegar hann var spurður út í hvaða atriði þurfi að skerpa á fyrir næsta leik liðanna. „Við náðum að stoppa Elínu Klöru [Þorkelsdóttur] en þá opnaðist fyrir Söru Katrínu [Gunnarsdóttur] og aðrar. Við skoðum þetta vel hvað við getum gert en við þurfum allavega að taka okkur saman í andlitinu og mæta almennilega til leiks á mánudag,“ sagði Sigurgeir að lokum eftir ósigurinn í kvöld. Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki upplitsdjarfur eftir 13 marka tap Stjörnunnar á móti Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri Hauka, 36-23, en þetta var fyrsti leikur liðanna í 6-liða úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. „Þetta var erfitt, við stóðumst ekki prófið í dag en höfum sem betur fer fleiri tækifæri.“ Liðin mætast á ný á mánudag á heimavelli Stjörnunnar og geta Garðbæingar náð fram hefndum eftir örfáa daga. Leikurinn í kvöld var þó einstefna Hauka frá upphafi til enda. „Mér finnst ekki þrettán marka munur á liðunum, við töpuðum einum leik í deildinni stórt á móti þeim en við höfum staðið vel í þeim í fyrstu tveimur leikjunum í vetur. Við þurfum bara að skoða okkar leik og það verður bara að mæta með hreint borð á mánudaginn,“ sagði Sigurgeir skömmu eftir leikinn í kvöld. „Við þurfum að sjá þetta saman og skoða okkar leik. Mér fannst þetta falla frá okkur í byrjun leiks en það eru bara atriði sem við vorum búin að tala um sem við klikkuðum á, sérstaklega varnarlega. Varnarleikurinn var ekki góður og við alltof flatar varnarlega. Lentum einar á stóru svæði og missum menn einn á einn. Það var engin samvinna í vörninni hjá okkur,“ sagði Sigurgeir þegar hann var spurður út í hvaða atriði þurfi að skerpa á fyrir næsta leik liðanna. „Við náðum að stoppa Elínu Klöru [Þorkelsdóttur] en þá opnaðist fyrir Söru Katrínu [Gunnarsdóttur] og aðrar. Við skoðum þetta vel hvað við getum gert en við þurfum allavega að taka okkur saman í andlitinu og mæta almennilega til leiks á mánudag,“ sagði Sigurgeir að lokum eftir ósigurinn í kvöld.
Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti