„Þá á bara að gefa tilkynningu út af hálfu HSÍ“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 20:37 Einar Jónsson var að vonum svekktur eftir naumt tap í framlengdum leik. Vísir/Anton Brink Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum. „Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“ Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“
Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira