Stjarnan nældi í mikilvæg stig í botnbaráttunni Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2024 18:26 Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 8 mörk í dag og varð markahæst á vellinum Vísir/Diego Stjarnan gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag þegar liðið lagði KA/Þór í Olís-deild kvenna 25-27. Afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna í botnbaráttu deildarinnar. Heimakonur byrjuðu leikinn betur og var nokkuð jafnt á flestum tölum í upphafi leiks. Staðan var 5-5 um miðjan fyrri hálfleik en þá kom frábær kafli hjá Stjörnunni. KA/Þór skoraði aðeins þrjú mörk enn það sem eftir lifði hálfleiks en Stjarnan níu, staðan 8-14 í hálfleik og útlitið ekki bjart fyrir norðankonur. Það syrti einfaldlega áfram í álinn hjá KA/Þór og munurinn hljóp upp í átta mörk. Þær löguðu þó stöðuna aðeins með 5-2 kafla í lokin en sigur Stjörnunnar var aldrei í mikilli hættu eftir að þær náðu átta marka forskoti. KA/Þór situr sem fastast á botni deildarinnar, þrátt fyrir að þær Martha Hermannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir hafi báðar rifið skóna af hillunni fyrir lokapsrettinn í deildinni. Vonandi fyrir KA/Þór ná þær að hjálpa liðinu að ná í stig en Katrín skoraði þrjú mörk í dag og Martha tvö. Nathalia Soares Baliana og Isabella Fraga voru markahæstar heimakvenna með fimm mörk hvor. Hjá Stjörnunni var Eva Björk Davíðsdóttir með átta mörk og þá gerði Darija Zecevic sér lítið fyrir og varði 18 af þeim 42 skotum sem hún fékk á sig í dag, þar af tvö víti. Stjarnan er eftir þennan sigur í 6. sæti deildarinnar með níu stig, stigi meira en Afturelding og fjórum stigum á undan botnliði KA/Þórs. Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Heimakonur byrjuðu leikinn betur og var nokkuð jafnt á flestum tölum í upphafi leiks. Staðan var 5-5 um miðjan fyrri hálfleik en þá kom frábær kafli hjá Stjörnunni. KA/Þór skoraði aðeins þrjú mörk enn það sem eftir lifði hálfleiks en Stjarnan níu, staðan 8-14 í hálfleik og útlitið ekki bjart fyrir norðankonur. Það syrti einfaldlega áfram í álinn hjá KA/Þór og munurinn hljóp upp í átta mörk. Þær löguðu þó stöðuna aðeins með 5-2 kafla í lokin en sigur Stjörnunnar var aldrei í mikilli hættu eftir að þær náðu átta marka forskoti. KA/Þór situr sem fastast á botni deildarinnar, þrátt fyrir að þær Martha Hermannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir hafi báðar rifið skóna af hillunni fyrir lokapsrettinn í deildinni. Vonandi fyrir KA/Þór ná þær að hjálpa liðinu að ná í stig en Katrín skoraði þrjú mörk í dag og Martha tvö. Nathalia Soares Baliana og Isabella Fraga voru markahæstar heimakvenna með fimm mörk hvor. Hjá Stjörnunni var Eva Björk Davíðsdóttir með átta mörk og þá gerði Darija Zecevic sér lítið fyrir og varði 18 af þeim 42 skotum sem hún fékk á sig í dag, þar af tvö víti. Stjarnan er eftir þennan sigur í 6. sæti deildarinnar með níu stig, stigi meira en Afturelding og fjórum stigum á undan botnliði KA/Þórs.
Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira