Erlend fjárfesting í sprotafyrirtækjum jókst mikið og nam 28 milljörðum Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022. Innherji 23. apríl 2024 19:45
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. Atvinnulíf 2. apríl 2024 07:00
Eyrir færir niður tvö sprotasöfn um nærri fimm milljarða á tveimur árum Hlutur Eyris Invest í tveimur fjárfestingafélögum í nýsköpun var færður niður um jafnvirði 2,1 milljarð króna, eða 49 prósent á árinu 2023 í bókum fjárfestingafélagsins. Þetta er annað árið í röð sem virði þeirra er fært mikið niður vegna erfiðra markaðsaðstæðna en á komandi aðalfundi er ráðgert að fyrrverandi framkvæmdastjóri Klíníkurinnar verði nýr stjórnarformaður félagsins sem stýrir sprota- og vaxtarsjóðum Eyris Innherji 27. mars 2024 17:04
Slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn að TikTok og Universal náðu ekki saman Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune. Innherji 26. mars 2024 07:01
Huga þarf betur að samkeppnishæfni þegar fyrirtæki geta flutt úr landi Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnmálamenn þurfi að huga betur að samkeppnishæfni í framtíðinni þegar hugaverkaiðnaði vex fiskur um hrygg og fyrirtæki eigi auðveldara um vik að færa sig á milli landa. Þröngt skattspor hugverkaiðnaðar er orðið meira en hjá framleiðsluiðnaði og byggingariðnaði. Innherji 20. mars 2024 18:17
Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. Innherji 16. mars 2024 11:01
Hálft prósent stórverkefna standast áætlun Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Skoðun 12. mars 2024 09:31
Hugmyndaríka eða hugmyndasnauða Ísland? Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið. Skoðun 8. mars 2024 11:00
Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur. Viðskipti innlent 8. mars 2024 09:38
„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. Atvinnulíf 4. mars 2024 07:00
Kaldbakur festir kaup á Optimar Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Viðskipti innlent 26. febrúar 2024 11:03
Selja í milljónavís: „Leit vel út en var eins og leðja, dísæt og beisk“ „Ég hafði oft tínt bláber með krökkunum og sultað, en fundist sykurmagnið rosalega mikið í sultugerðinni. Þannig að einn daginn hugsaði ég með mér: Við með allt þetta sætuefni hljótum að geta gert betur,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good þegar hann rifjar upp fyrstu sultugerð fyrirtækisins. Atvinnulíf 26. febrúar 2024 07:00
Vilja ekki að Kría fjárfesti í erlendum vísisjóðum Framvís, samtök engla og vísifjárfesta, gera alvarlegar athugasemdir við að samhliða sameiningu Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og sjóðasjóðsins Kríu, fái hinn nýji opinberi sjóður heimild til að fjárfesta í erlendum vísisjóðum. Framvís leggur til að hinn nýji sjóður, Nýsköpunarsjóðurinn Kría, fái ekki heimild til að fjárfesta í einstaka sprotafyrirtækjum í samkeppni við vísisjóði. Innherji 16. febrúar 2024 14:28
Skapa þarf traust á skattframkvæmd en hún hefur verið ófyrirsjáanleg Það er til lítils að breyta reglum ef skattayfirvöld beita túlkunum á lagaákvæðum sem samræmast ekki rekstrarumhverfi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði sem er um margt ólíkur öðrum rótgrónari atvinnugreinum, segja Samtök iðnaðarins um fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattslögum, sem eiga að einfalda regluverk fyrir erlenda fjárfestingu. „Beiting skattayfirvalda á skattareglum tekur of sjaldan mið af stöðu og raunveruleika sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.“ Innherji 15. febrúar 2024 18:09
Hlutverk sameinaðs nýsköpunarsjóðs of víðtækt og vilja ekki ríkisforstjóra Á meðal gagnrýni á frumvarp um sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og sjóðasjóðsins Kríu er að ráðherra skipar forstjóra til fimm ára. Betur færi ef stjórn ráði forstjóra því hún hefur eftirlit með störfum hans. Eins er sagt að hlutverk hins nýja sjóðs sé of víðtækt. „Sögulega séð hafa sjóðir sem eiga að gera allt fyrir alla ekki verið langlífir.“ Innherji 15. febrúar 2024 13:34
Hjálpa fólki að hætta á verkjalyfjum með íslensku hugviti Íslenska sprotafyrirtækið Prescriby hefur í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi stigið stórt skref í veitingu heilbrigðisþjónustu, en þau bjóða nú upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Viðskipti innlent 13. febrúar 2024 10:16
Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Skoðun 12. febrúar 2024 14:31
Sea Growth hlaut Gulleggið í ár Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings. Viðskipti innlent 9. febrúar 2024 23:23
Bein útsending: Frumkvöðlar bítast um Gulleggið Lokakeppni Gulleggsins fer fram í dag og er ein milljón króna undir fyrir sigurvegarann. Keppnin fer fram í Grósku og munu keppendur í úrslitum kynna verkefni sín fyrir dómnefnd. Keppnin verður í beinu streymi á Stöð 2 Vísi. Viðskipti innlent 9. febrúar 2024 15:01
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. Atvinnulíf 8. febrúar 2024 07:01
Störfin að breytast: Laus við síendurtekin verkefni og spörum tíma og kostnað „Áhrifin af sjálfvirknivæðingu felast ekki aðeins í möguleikanum á að spara tíma við endurtekin verkefni, aukna gæðastjórnun eða að halda launakostnaði í skefjum, heldur er hún oft liður í því að auka á starfsánægju þeirra sem við verkefnin sjálf starfa,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Evolv. Atvinnulíf 7. febrúar 2024 07:00
Verkefnin sem keppa um Gulleggið í ár Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer fram á föstudaginn en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Tíu teymi sem valin voru úr tæplega sjötíu umsóknum af áttatíu manna rýnihópi keppa um hið gullna egg. Viðskipti innlent 6. febrúar 2024 18:42
Eina athugasemdin vegna of mikillar sótthreinsunar Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech. Eina athugasemdin var vegna þess að eftirlitsmaður sá starfsmann Alvotech sótthreinsa hanska sína of oft og nota þá ekki með hárréttum hætti. Viðskipti innlent 31. janúar 2024 15:19
Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. Atvinnulíf 31. janúar 2024 07:01
Verkís leiðir milljarðaverkefni Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Viðskipti innlent 30. janúar 2024 11:32
Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Innlent 27. janúar 2024 10:26
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. Atvinnulíf 26. janúar 2024 07:01
Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Viðskipti innlent 25. janúar 2024 09:48
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Atvinnulíf 25. janúar 2024 07:00
HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Innlent 23. janúar 2024 13:38