Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2025 09:45 Stefnt er að fyrsta tilraunaflugi ES 30-flugvélarinnar á þessu ári. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“ Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ákvörðunin þykir áfall fyrir Svíþjóð, ekki síst þau skilaboð sem í henni felast. Starfsstöð fyrirtæksins í Gautaborg verður lokað og hefur 75 starfsmönnum þar verið sagt upp. Þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrirtækisins þykir ein helsta vonarstjarna fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Núna er stefnt að fyrsta reynsluflugi á þessu ári og að hún verði komin í farþegaflug árið 2029. Prófanir á jörðu niðri hófust í Gautaborg síðastliðið haust, eins og sjá má hér: Icelandair með fimm eintök er í stórum hópi flugfélaga sem hafa nú þegar ýmist pantað samtals 250 eintök eða skrifað undir viljayfirlýsingu um 191 eintak. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Anders Forslund, stofnanda og forstjóra Heart Aerospace, að flutningurinn til Kaliforníu marki nýjan kafla í vegferð Heart Aerospace. Verið sé að þróa lykiltækni, eins og rafhlöður, hugbúnað og rafknúinn vélbúnað flugvélarinnar. ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair, sem skrifað hefur undir viljayfirlýsingu um kaup á fimm slíkum vélum.Heart Aerospace „Við erum afar þakklát teymi okkar í Svíþjóð fyrir að vera hluti af þessum kafla í ferðalagi Heart og fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í Svíþjóð,“ segir Anders Forslund. „Hins vegar, þar sem viðskiptavinir okkar, samstarfsaðilar og fjárfestar eru í auknum mæli staðsettir í Bandaríkjunum, sjáum við meiri tækifæri í að beina kröftum okkar þangað. Með því að sameina starfsemi okkar í Los Angeles getum við hraðað þróun, styrkt samstarf og betur undirbúið Heart Aerospace fyrir framtíðina.“ Stærð flugvélarinnar og flugdrægi gæti hentað vel í innanlandsflugi á Íslandi.Heart Aerspace Í fréttamiðlinum TNW er haft eftir Tobias Bengtsdahl, hjá áhættufjárfestafyrirtækinu Antler, að flutningur Heart til Bandaríkjanna ætti að klingja viðvörunarbjöllum í evrópska tæknigeiranum. „Reglugerðafargan Evrópu og skortur á vilja til að hlusta á óskir markaðarins eru að hrekja nýsköpun í burtu,“ segir Bengtsdahl, sem er búsettur í Stokkhólmi. „Svona fréttir ýta undir þá skoðun að Bandaríkin séu betri staður til nýsköpunar og þróunar - það er vandi Evrópu.“
Fréttir af flugi Svíþjóð Bandaríkin Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Nýsköpun Icelandair Evrópusambandið Tengdar fréttir Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50
Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Hollenska fyrirtækið Elysian hefur kynnt áform um smíði 90 sæta rafmagnsflugvélar sem þjóna á allt að 800 kílómetra löngum flugleiðum. Fyrirtækið stefnir að því að hún verði komin í farþegaflug árið 2033, eftir níu ár. 28. ágúst 2024 10:40
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33