Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar 25. mars 2025 08:02 Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Fyrir hagkerfi sem flytur ekki bara út fisk og orku – heldur hugmyndir. Menningu. Nýsköpun. Sköpunarkraft. En framtíðarsýn verður ekki að veruleika með orðum einum. Það þarf að fylgja þeim eftir með aðgerðum. Og eins og staðan er núna, þá eru aðgerðirnar ekki í takt við metnaðinn. Í síðustu viku var upplifunar- og markaðsdeild KEF lögð niður. Teymi sem vann nýverið til fagverðlauna hjá FÍT, var tilnefnt til Lúðursins af markaðsfólki og hlaut gull hjá SVEF fyrir einn af vefjum ársins. Allt fyrir mörkun og nýja ásýnd flugvallarins. Þetta var teymi í fremstu röð þegar kom að því að byggja upp vörumerki á grunni hugvits. Flugvöll sem á ekki bara að vera stoppistöð. Ekki bara virkni, heldur upplifun. Þarna þótti rétt að skera niður. En þetta snýst ekki bara um KEF. Þetta er hluti af stærra mynstri. Við sjáum skapandi teymi skorin niður, leyst upp eða sett til hliðar í ótal geirum. Skammtímahugsun og sparnaður á röngum stöðum. Hugvit og skapandi nálgun meðhöndluð eins og eitthvað sem sé „fínt að hafa“ í stað þess að líta á það sem þetta raunverulega er: drifkraftur. Ef okkur er alvara með að gera Ísland að landi skapandi greina og hugvits, þá verðum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þýðir að við þurfum að fjárfesta hugviti. Til lengri tíma. Kerfisbundið. Á öllum stigum. Hugvit snýst ekki bara um hönnun, nýsköpun eða skapandi nálgun. Það snýst um hvernig við leysum vandamál. Hvernig við mótum umhverfi okkar. Segjum okkar sögu í heimi sem er að kafna í einsleitni. Viðskiptalífið og stjórnvöld hafa gert hugvit að forgangsmáli. Við höfum heyrt ræður. Splæst í stefnumótun. Mætt á málþing. Og við erum sammála: Ísland á að vera leiðandi í skapandi greinum og hugverkaiðnaði. Við ætlum að vera heimsmeistarar í hugviti. Og já, það gæti virkað. Við eigum skapandi einstaklinga í heimsklassa – listafólk, frumkvöðla, vísindafólk, höfunda og hugsuði. Við höfum ítrekað sýnt að smæð okkar er ekki veikleiki, heldur styrkur. Yfirburðir. Við erum snögg. Sveigjanleg. Óútreiknanleg. Og við erum óhrædd við að keppa í þungavigt þó við mælumst oftast í fluguvigt. Þetta forskot missum við auðveldlega ef við verndum ekki vistkerfið sem knýr þetta áfram. Ef Ísland ætlar sér að leiða með hugviti, þá verðum við að hugsa til lengri tíma — á áratugi, ekki ársfjórðunga. Við þurfum að tryggja að stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld skilji að vörumerki, upplifun og hugvit eru ekki kostnaður — heldur fjárfesting. Hugvit dafnar í jarðvegi langtímahugsunar, ekki í skugga skammtímasparnaðar. Og það blómstrar ekki ef það fær enga næringu. Við höfum grunninn, hæfileikana og fólkið. Nú þurfa aðgerðir að fylgja orðum. Við verðum að skilja að vandvirkni, gæði og skapandi sýn er ekki bruðl og óþarfi — það er stökkpallur inn í framtíðina. Spurningin er bara — ætlar Ísland að hrökkva eða stökkva? Höfundur situr í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og er sköpunarstjóri Brandenburg.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun