
Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf
„Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju.