Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:52 Hagkaup er sektað um nærri milljón króna fyrir að hafa ekki birt afsláttarprósentur í auglýsingum sínum. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. Á vef Neytendastofu segir að Hagkaup hafi auglýsingu á Facebook síðu sinni og á mbl.is þar sem afsláttarprósentan hafi ekki verið tekin fram. Hafi Hagkaup því ekki veit neytendum þær upplýsingar sem skylt sé að veita lögum samkvæmt. Þá taldi Neytendastofa að í auglýsingu sem birtist m.a. á samfélagsmiðlum Hagkaups hafi upplýsingarnar ekki verið birtar með nægilega skýrum hætti. Afsláttarprósentan var vinstra megin á myndinni í agnarsmáu letri og á hlið, þrátt fyrir að annar texti í auglýsingunni hafi verið töluvert stærri og skýrari. Í ákvörðuninni er um það fjallað að neytendur eiga ekki að þurfa að leita að upplýsingum um afsláttarprósentu eða að stækka auglýsinguna til að sjá prósentuna. Hagkaup hafi þ.a.l. leynt neytendur upplýsingum sem skipta þá almennt máli til þess að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti. Sektaði stofnunin Hagkaup um 850.000 kr., m.a. út af fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot,“ segir á vef Neytendastofu. Svaf á verðinum Í svörum frá Hagkaup kom fram að félagið hafi sofið á verðinum og þætti það leitt. „Félagið hafi gert breytingar í markaðsstarfi og gengið til liðs við auglýsingastofu til að taka að sér hluta af þeirri vinnu sem hafi áður verið gerð innanhúss. Það sé ljóst að félagið hafi ekki fylgt þeirri vinnu nógu vel eftir. Félagið hafi verið með þetta í lagi síðustu ár og það sé leitt að félagið skildi hafa misst taktinn. Félagið taki þessu alvarlega og tjáði stofnuninni að þetta yrði í lagi héðan í frá,“ segir í úrskurðinum. Þar segir í Hagkaup hafi áður verið sektað vegna sambærilegra auglýsinga. Agnarsmátt letur og á hlið Málið nú snýr að auglýsingu þar sem mátti finna texta þar sem vísað væri til „RISA Taxfree“ með mjög afgerandi og áberandi hætti. Þar fyrir neðan hafi svo verið tekið fram, með áberandi letri, „ Tax-free* af snyrtivörum, leikföngum, raftækjum, skóm, heimilisvörum og fatnaði.“ Stjörnumerkinu hafi síðan fylgt eftir með tilvísun á vinstri hlið myndarinnar með agnarsmáu letri þar sem textinn var ritaður á hlið þar sem fram kom að „Tax-free jafngildi 19,36% afslætti“. „Eins og myndin birtist neytendum á Facebook síðu félagsins þyrftu neytendur almennt að stækka myndina til að sjá prósentuhlutfall verðlækkunarinnar. Sér stofnunin ekki réttmæta ástæðu fyrir því að félagið hafi ekki getað birt prósentuhlutfall verðlækkunarinnar með öðrum texta í auglýsingunni með jafn eða álíka skýrum hætti og annað efni í auglýsingunni. Umrædd framsetning gefur hins vegar til kynna að félagið hafi vísvitandi verið að fela prósentuhlutfall verðlækkunarinnar frá neytendum, enda einu upplýsingarnar í auglýsingunni sem voru birtar með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar. Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að Hagkaup hafi auglýsingu á Facebook síðu sinni og á mbl.is þar sem afsláttarprósentan hafi ekki verið tekin fram. Hafi Hagkaup því ekki veit neytendum þær upplýsingar sem skylt sé að veita lögum samkvæmt. Þá taldi Neytendastofa að í auglýsingu sem birtist m.a. á samfélagsmiðlum Hagkaups hafi upplýsingarnar ekki verið birtar með nægilega skýrum hætti. Afsláttarprósentan var vinstra megin á myndinni í agnarsmáu letri og á hlið, þrátt fyrir að annar texti í auglýsingunni hafi verið töluvert stærri og skýrari. Í ákvörðuninni er um það fjallað að neytendur eiga ekki að þurfa að leita að upplýsingum um afsláttarprósentu eða að stækka auglýsinguna til að sjá prósentuna. Hagkaup hafi þ.a.l. leynt neytendur upplýsingum sem skipta þá almennt máli til þess að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti. Sektaði stofnunin Hagkaup um 850.000 kr., m.a. út af fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot,“ segir á vef Neytendastofu. Svaf á verðinum Í svörum frá Hagkaup kom fram að félagið hafi sofið á verðinum og þætti það leitt. „Félagið hafi gert breytingar í markaðsstarfi og gengið til liðs við auglýsingastofu til að taka að sér hluta af þeirri vinnu sem hafi áður verið gerð innanhúss. Það sé ljóst að félagið hafi ekki fylgt þeirri vinnu nógu vel eftir. Félagið hafi verið með þetta í lagi síðustu ár og það sé leitt að félagið skildi hafa misst taktinn. Félagið taki þessu alvarlega og tjáði stofnuninni að þetta yrði í lagi héðan í frá,“ segir í úrskurðinum. Þar segir í Hagkaup hafi áður verið sektað vegna sambærilegra auglýsinga. Agnarsmátt letur og á hlið Málið nú snýr að auglýsingu þar sem mátti finna texta þar sem vísað væri til „RISA Taxfree“ með mjög afgerandi og áberandi hætti. Þar fyrir neðan hafi svo verið tekið fram, með áberandi letri, „ Tax-free* af snyrtivörum, leikföngum, raftækjum, skóm, heimilisvörum og fatnaði.“ Stjörnumerkinu hafi síðan fylgt eftir með tilvísun á vinstri hlið myndarinnar með agnarsmáu letri þar sem textinn var ritaður á hlið þar sem fram kom að „Tax-free jafngildi 19,36% afslætti“. „Eins og myndin birtist neytendum á Facebook síðu félagsins þyrftu neytendur almennt að stækka myndina til að sjá prósentuhlutfall verðlækkunarinnar. Sér stofnunin ekki réttmæta ástæðu fyrir því að félagið hafi ekki getað birt prósentuhlutfall verðlækkunarinnar með öðrum texta í auglýsingunni með jafn eða álíka skýrum hætti og annað efni í auglýsingunni. Umrædd framsetning gefur hins vegar til kynna að félagið hafi vísvitandi verið að fela prósentuhlutfall verðlækkunarinnar frá neytendum, enda einu upplýsingarnar í auglýsingunni sem voru birtar með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira