Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Bæta meðgönguvernd við hefð­bundna sjúk­dóma­tryggingu

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri.

Neytendur
Fréttamynd

Nor­rænir bankar skoði hvort breyta þurfi skil­málum vegna dómsins

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 

Innlent
Fréttamynd

Segjast taka á­bendingum al­var­lega og hafa verð­lagningu til skoðunar

Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu.

Neytendur
Fréttamynd

Vara við sósum sem geta sprungið

Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi.

Neytendur
Fréttamynd

Skil­málar Arion frá­brugðnir en á­hrifin væru ó­veru­leg

Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­fengi um­tals­vert dýrara í ís­lensku frí­höfninni en öðrum og jafn­vel dýrara en í Ríkinu

Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR.

Neytendur
Fréttamynd

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þeir sem stunda inn­brot í tölvu­kerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“

Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní

Neytendur
Fréttamynd

Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrak­farir á heim­leið frá Tene: „Ferðumst innan­lands á næstunni og engar jóla­gjafir í ár“

Eftir að hafa varið fúlgum fjár í nýja flugmiða til Tenerife eftir gjaldþrot Play eru parið Sóley Edda Karlsdóttir og Arnór Gauti Brynjólfsson komin heim úr góðu fríi á eyjunni vinsælu. Gjaldþrot flugfélagsins var ekki það eina sem setti strik í reikninginn, en á heimleiðinni varð röð atvika til þess að þau munu hugsa sig um tvisvar áður en næsta ferðalag verður bókað.

Innlent
Fréttamynd

Heim­ferðin frá Tenerife al­gjör mar­tröð

Hjón í Svarfaðardal segja farir sínar ekki sléttar eftir ferðalagið heim úr sólinni á Spáni. Eftir níu klukkustunda bið á flugvellinum á Tenerife sáu Norðanmenn rúmið í hyllingum þegar flugstjórinn tilkynnti um breytingar. Lent yrði á Keflavíkurflugvelli en boðið upp á rútuferðir norður.

Innlent
Fréttamynd

Fær taugaveiklaðan hund endur­greiddan

Hundaræktendum hefur verið gert að endurgreiða konu 380 þúsund krónur vegna kaupa hennar á árs gömlum hundi, sem var sagður húsvanur. Konan skilaði hundinum þar sem hún taldi hann haldinn taugaveiklun.

Neytendur
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun

Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiði við ný­lega ein­hleypa konu sprakk í and­lit flutningsþjónustu

Flutningsþjónusta sem par nokkuð rekur þarf að punga út nokkur hundruð þúsund krónum eftir að hafa stefnt nýlega einhleypri konu vegna vangreiðslu. Konan sagði eiganda og bílstjóra þjónustunnar hafa boðið aðstoð endurgjaldslaust og blöskraði svo þegar reikningur upp á tæplega hundrað þúsund krónur barst.

Neytendur
Fréttamynd

Situr uppi með sófann með „slaka stíf­leikann“

Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð.

Neytendur
Fréttamynd

Sjá rukkun og „sirka til­boð“ gjör­ó­líku ljósi

Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

Ekkja í Hafnar­firði missti af í­búð þrátt fyrir sam­þykki

Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar.

Neytendur
Fréttamynd

Lagði við Hverfis­götu eftir allt saman

Kona sem taldi sig hafa verið rukkaða að ósekju fyrir að hafa lagt í Hverfisgötu lagði eftir allt saman í stæði við götuna. Hún kennir athyglisbresti um misskilning sinn. Hún segist þó standa við gagnrýni sína á bílastæðafyrirtæki, stæðið hafi auk þess verið einstaklega illa merkt.

Innlent
Fréttamynd

Er lægsta verðið alltaf hag­stæðast?

Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent